Um daginn var haldinn keppnin King of EY.

Sett voru takmörk við lvl2 cruisers, interceptors, frigates og haulers… medium smartbombs, heavy missiles og medium drones. Annars var allt leyft.

Keppnin fór þannig fram að keppendur völdu sér eitt geimmerki (bookmark) af fimm og flugu í til þess þegar dómari gaf merki.

Þegar inn var komið byrjaði bardaginn. Allt tóku um 14 cruisers þátt í bardaganum og 2-3 frigates - dálítið erfitt að sjá hvað var að gerast þarna :)

Bardaginn byrjaði og voru keppendur í nokkrum þvögum um það bil 60 km frá hvorri annarri. Fljótlega fóru að sjást egg fljúgandi í burtu frá bardagasvæðinu eftir að hafa tapað fyrir þeim sem á þá réðust. Flestir bardagarnir voru 1 on 1 .. en greina mátti smá “ganging” annarsstaðar. Eftir fyrsta brottfallið tóku nokkrir einstaklingar sem voru svo heppnir að byrja einir út þá sem höfðu unnið svona 1 on 1 keppnir…því þeir voru pínu laskaðir…

Að þessu loknu voru þrír eftir, einn kestrel, einn caracal og einn stabber.

Eftir æsilegan eltingaleik við kestrelinn.. meðal annars í gegnum minefield þá tókst kestrelnum að ganga frá caracalnum og senda hann heim í eggi…

Varla var kestrelinn búinn að taka út caracalinn en stabberinn komst loks í færi og upphófst nú mikill slagur og tilfæringar þar sem kestrelinn dældi heavy missiles á stabberinn en stabberinn svaraði með byssum og sínum eigin heavy missiles.

Að lokum fór svo þó, út af því að artillery byssurnar hjá stabbernum náðu smá saman að saxa niður skjöldinn hjá kestrelnum og voru farnar að éta upp armor… að kestrel flugmaðurinn varð að setja skjöldinn sinn í gang, sem gerði það að verkum að hann gat ekki haldið úti MWD-inu sínu…og um leið og það gaf sig.. þá náðu flugskeytin frá stabbernum honum og sprengdu hann.

…það mátti þó litlu muna að flugskeytin sem kestrelinn skaut frá sér áður en hann sprakk næðu að sprengja stabberinn.. en hann slapp.

Því var Konungur EY krýndur: Doug

Til hamingju með titilinn ;)

…því má bæta við að strax í næstu viku verður bardaginn endurtekinn á svæði með aðeins fleiri minefields… svona fyrir frigate flugmennina :)