Við þreytumst seint á þessu því þetta er svo fjandi gaman.

Í þetta skipti vorum við í arena sem við bjuggum til:
www.binary.is/~ey/files/arena.swf

Liðin voru þrjú og byrja í yellow camp, green camp og top camp. Stöðvarnar eru settar þannig upp að ekki er hægt að warpa á milli nema að hreyfa sig nokkra kílómetra frá stöðinni fyrst.

Leikurinn byrjar þannig að græna liðið fer í áttina að “the judge” sem er í miðjunni og gula liðið warpar í áttina að blue camp. Top camp liðið hinkrar til að sjá hvað er að gerast.

Eftir þessar fyrstu tilfæringar nálgast nú gula og græna liðið óðfluga. Græna liðið sett upp af einum rifter, tveimur kestrels, einum tristan og einum merlin á meðan gula liðið inniheldur bara rifters og einn kestrel. Liðin komast í hentugt færi og innan örfárra sekúntna springur einn rifter í gula liðinu og tristaninn í græna liðinu. Við þetta tvístrast liðin eilítið og upphefst nú eltingaleikur á milli stöðvanna sem endar í því að gula liðið fer í top camp þar sem það lið bíður ennþá.

Þegar græna liðið sér þetta stefna þeir í áttina að bottom camp til að geta slegist í hópinn en þeir voru aðeins of nálægt top camp til að geta farið þangað strax. Þeir eru þó ekki nægilega fljótir því gula liðið flýr í bottom camp og úr því verður rosalegur bardagi þar sem hvert skipið af öðru springur upp. Þeir sem flýja komast bara í top camp… og eru sprengdir þar af þeim sem þar bíða enn.

Í miðjum klíðum koma inn tveir flugmenn sem náðu ekki að hefja leikinn og byrja að skjóta á fullu á meðlimi græna liðsins sem á þeim tíma voru með yfirhöndina. Við þetta snúast leikar við og græna liðið er sprengt í burtu. Eftir af gula liðinu eru tveir flugmenn, rifter og kestrel.

Eftir nokkurt þóf fljúga nú þeir tveir flugmenn gula gengisins til top camp liðsins og ljúka þar keppni í stórum eldhnetti þegar allir meðlimir top camp liðsins nýta sér liðsmuninn og sprengja þá á innan við hálfri mínútu.

Það var svo sem búið að vara við þessari útkomu… en eftir á að hyggja þá skemmtu meðlimir gula og græna gengisins sér mest :)

…næst á dagsskrá er cruiser bardagi þar sem allir eru á móti öllum (tier 2 cruisers mest) og þar næst er tier 1 battleship bardagi þar sem sex flugmenn taka þátt og er heilt sólkerfi bardagavöllurinn.

Ravenal