Síðastliðinn sunnudag var haldin keppni í Einherjum Yggdrasils. Keppnin var haldin í Austraka við Plánetu 1. Söfnuðust þar saman flugmenn EY til þess að keppa sín á milli hver væri konungur!

Reglur voru einfaldar: Bara frigates, ekki stærri smartbombs en small, ekki stærri missiles en light og ekki stærri drones en light.

Það mátti warpa frá plánetunni á meðan bardaga stóð og koma inn aftur seinna, en það mátti ekki stökkva úr kerfinu.

Alls voru um 15 frigate flugmenn sem kepptu sín á milli um titilinn og verðlaunin (ocular implant) og var keppnin jöfn og spennandi.

Einn og einn féllu þeir sem minna máttu sín eða þeir sem þóttu of mikil ógn (survivor style) úr keppni og þurftu að fylgjast með afgangnum af keppninni úr capsule-inu sínu.

Öll keppnin var tekin upp á video, og því ætla ég ekki að skemma fyrir og segja hver var sigurvegari, en lokabardaginn var æsispennandi :)

(vantar vefsvæði til að setja videoið inn á - einhver að bjóðast?) ;)

ég mæli hiklaust með því að fleiri fyrirtæki setji upp svona atburði fyrir meðlimi sína, við í EY sem erum yfir 40 verðum með fleiri svona atburði á næstunni…allt frá venjulegum corp mining til npc hunting að team frigate fights…hafið samband til að fá hjálp við að skipuleggja ykkar eigin atburði, kíkið líka á síðuna http://binary.is/~ey

Björn - Ravenal