Hin vota gröf Jove Eftirfarandi smásaga gerist stuttu eftir að Jove og Caldari hittust fyrir rúmlega hundrað árum og lýsir fyrstu samskiptum og viðskiptum þeirra á milli.

Pirkotan liðþjálfi leit á ný rakaða andlit sitt í stálspeglinum í vistarverum sínum, um borð í Caldari cruisernum, Okarioni. Fullomið. Í fyrsta skiptið í margar vikur fann hann fyrir spennu neðst í maganum. Faðir Pirkotans hafði barist í stríðinu gegn Gallente ríkinu og sögur hans af spennu og hugrekki höfðu haft sín áhrif á unglings huga Pirkotans. En stríðinu lauk fyrir um 15 árum, og öll þau ár sem Pirkotan hafði verið í Flotanum, nánast ekkert spennandi hafði gerst. Skúra, bora, sofa – það var nánast það eina sem hann hafði gert. En svo, minna en fyrir 22 mánuðum síðan, hafði nýr kynstofn haft samband við Caldari fólkið. Pirkotan vissi lítið um þennan nýja kynstofn, nema það að þeir væru líklega komnir af mönnum. Stuttu eftir fyrsta sambandið frá þeim, hafði Okarioni verið skipað til þess að fara að útjaðri hins þekkta heims þar sem hinn nýji kynstofn hafði kynnt sig. Og núna, eftir margra daga viðburðalaust ferðalag í gegnum Caldari ríkið, var skipið að nálgast endastöðina – fund við skip frá hinum nýja kynstofni.
Pirkotan lagað jakkann sinn fyrir þennan mikilvæga fund og yfirgaf vistarverur sínar. Á meðan hann gekk í átt að stjórnstöð skipsins, byrjaði hann að hugsa um þessa óvenjulegu sendiför. Það voru of margir óvissuþættir og ósvaraðar spurningar til þess að róa taugar Pirkotans. Afhverju hafði Okarion verið skipað að vera staðsett í algjörri einangrun í skipasmíðastöð Ishukone fyrirtækisins í tvær vikur áður en þeir komu hingað? Og hvaða skrýtna tæki var þetta sem er geymt og innsiglað í vörugeymslu B? Afhveju þessi leyndarmál, sem hindruðu jafnvel hann, næstráðanda, frá því að vita hvað væri á seyði? Pirkotan var ekki ánægður með þessar aðstæður og þó að hann vissu um fleiri áhfnarmeðlimi sem voru honum sama sinnis, vissi hann betur en að kvarta. Með þessar vondu tilfinningu, kom hann að brúnni.

Ouriye skipstjóri sat við stjórnvölinn í stjórnstöðinni. Pirkotan settist í sinn stól við hliðina á skipstjóranum.
“Hvernig er staðan, herra?” spurði hann.
“ Við ættum að mæta á staðinn eftir um 20 mínútur,” svaraði Ouriye. Skipstjórinn og Pirkotan hans sátu þögulir um nokkra stund. Loksins, sagði Ouriye:
“Nú þegar við nálgumst staðinn get ég sagt þér frá þessu verkefni.” Pirkotan sperrti eyrun; loksins fengi hann að vita afhverju þeir voru sendir hingað. Skipstjórinn sat þögull í smá stund áður en hann talaði aftur.
“Þessi kynstofn sem við erum að far að hitta, kallar sig Jove. Ég veit ekkert meira um þá, nema það að yfirmenn okkar segja þá vera mjög tæknilega þróaða. Ástæðan sem við erum hér er að skiptast á upplýsingum. Það virðist vera að Jove telja upplýsingasöfnun vera þeirra helsta takmark og eru tilbúnir til að greiða mikið fyrir þær,” Ouriye hikaði, en hélt svo áfram:

“Við munum gefa þeim allskonar upplýsingar: upplýsingar um félagslegar aðstæður, sögulegar staðreyndir, kort af okkar heimi og jafnvel hernaðarleg leyndarmál,” Ouriye var greinilega áhyggjufullur með það síðasta.
“En yfirmenn okkar telja að það sem við fáum í staðinn vera þess virði…” sagði hann.
“Hvað erum við að fá í staðinn?” spyr Pirkotan.
“Ég er ekki viss, liðþjálfi, ég er ekki viss. Það er einhverskonar tæki sem bætir stjórn og samskipti skipsins, það er það eina sem ég veit.”

Pirkotan sat hugsi, klórandi aftan á hnakkann. Hnakkinn var ennþá aumur eftir aðgerðina. Á meðan þeir voru staðsettir í Ishukone stöðinni, þá mælti Ouriye með því að hann fengi sér minnisígræðslu, að það myndi bæta frama hans til muna.
“Herra, þessir hlutir sem við erum að gefa þeim, eru þeir í vörugeymslu B?” spurði Pirkotan.
“Nei, það, uh…tæki, er það sem við fáum frá Jovian”. svaraði Ouriye.
-“Hvað? Erum við þegar búnir að fá það frá þeim um borð í þessu skipi? Ég skil þetta ekki, herra.” svaraði Pirkotan undrandi.
“Við höfum hluta af því. Alla mikilvægu hlutana, vantar okkur. Jove mennirnir sem við erum að fara að hitta, koma með þá hluta og kenna okkur að nota tækið.” svaraði Ouriye.
Pirkotan hugsaði smá stund. “Það sem ég skil ekki, herra, er afhverju voru aðeins við sendir hingað til að hitta þessa Jove.”
-“Hvað meinar þú?” spurði Ouriye.
“Nú, mér finnst að á þessum fyrstu stigum samskipta við Jove, að sendiherrar, ekki hermenn, ættu að tala við þá, herra. Ég furða mig á því afhverju enginn sendiherra sé um borð hjá okkur.
“Við erum ekki opinberir fulltrúar Caldari ríkis. Okkar skipanir koma frá Rato Momoriyota, forstjóra Ishukone fyrirtækisins. Þessi sendiför, þessi viðskipti, eru eingöngu á vegum Ishikone. Okkar yfirmenn hafa fullt traust til okkar til að klára þetta á okkar vegum.” útskýrði Ouriye.

Á þessari stundu er skipið sem þeir eiga að hitta orðið mjög greinilegt á radar skipsins.

“Skipið þeirra lítur ekki út fyrir að vera mjög stórt,” sagði Pirkotan. Reyndar var skipið aðeins hálft á stærð við Okarioni, aðeins stærra en venjuleg Caldari freigáta. Skipið var ljósgrænt, brúnt og grátt. Lögun þess var mjög undarlegt, nánast eins og það hefði verið ræktað eða tálgað, í stað þess að hafa verið smíðað.
Fjarskiptaforinginn veifaði til þeirra. “Við erum að taka á móti skilaboðum frá Jove skipinu,” sagði foringinn. “Þeir segjast vera á leiðinni til okkar.”
“Allt í lagi,” sagði Ouriye. “Liðþjálfi, þú veist hver skylda þín er.”
“Já skipherra,” svaraði Pirkotan og yfirgaf stjórnstöðina. Hann fór að skuttlu höfninni, ásamt fjórum hermönnum. “Hegðið ykkur menn,” sagði Pirkotan við þá. “Þetta eru heiðvirðir gestir sem við erum að taka á móti, og við erum fulltrúar caldari ríkisins.” ‘Eða Ishukone fyrirtækisins’ hugsaði hann.

Skuttla, í sömu litum og Jove skipið, var að leggja að höfninni. Þrír litlir menn gengu út úr henni. Hver þeirra var í nokkurskonar frakka úr fínum efnum; ljósbrúnir og gráir að lit.
Þó svo að þeir voru greinilega mennskir, þá litu þeir furðulega út: húð þeirra var ljós grá/gul að lit, nánast gegnsæ, og æðarnar voru vel sýnilegar. Höfðin voru óvenjulega stór, en restin var var smágerð og lítil. Pirkotan gat ekki forðast að finnast það óþægilegt að horfa á þá. Mennirnir þrír gengu í átt að Pirkotan og einn þeirra, gekk fyrir framan hina ávarpaði Pirkotan. “Sæll, Caldari foringi. Ég er Anu af Jove og þetta eru aðstoðarmenn mínir, Yed og Elas,” Hann talaði fullkomna Caldari tungu. Pirkotan undraðist á því hvernig þeir lærðu svo góða Caldari.
Prikotan greip sjálfan sig stara í ljósgulu augu Jove mannanna og stamaði, “Já,uh… velkomnir um borð í Okarioni, herra. Ég er Pirkotan liðþjálfi. Vinsamlegast fylgið mér.” Pirkotan reif sig frá starandi augum Anu, snéri sér við og byrjaði að ganga í átt að stjórnstöðinni. Mennirnir eltu hann og Pirkotan heyrði þá tala á undarlegu tungumáli sem hljómaði eins og það samanstóð aðeins af sérhljóðum.
Þegar í stjórnstöðina var komið, þá kynnti Pirkotan mennina fyrir skipstjóranum.
Ouriye virtist tala við þá af mikilli yfirvegun, ólíkt Pirkotan sem var mjög óstyrkur.
Á meðan mennirnir töluðu um daginn og veginn, þá gat Pirkotan loksins séð þá sem mennska en ekki geimverur. Þeir hlógu jafnvel að bröndurum skipherrans, og sýndu með því fullkominn skilning á samfélagslegum málum mannanna. Fljótlega snérist umræðan að þeim hlutum sem áætlaðir voru og Anu spurði um hlutina sem þeir áttu að fá.
“Pirkotan liðþjálfi, náðu í kassan sem er í vistarverum mínum,” skipaði Ouriya Pirkotan, og lét hann fá öryggislykil.
-“Já herra.” svaraði Pirkotan og benti fjórum hermönnum að fylgja sér. Um leið og hann var að yfirgefa stjórnstöðina, heyrði hann Anu spyrja: “Hefur hann verið undirbúinn, skipherra?” og Ouriye svaraði: “Eins vel og hann þarf að vera.” Pirkotan hikaði eitt augnablik, ‘Voru þeir að tala um mig?’ hugsaði hann.

Pirkotan rétti Ouriye öryggislykilinn aftur og skipherrann stimplaði inn sinn eiginn kóða á kassanum. Lásinn opnaðist og Ouriye steig eitt skref afturábak til að leyfa Anu og félögum að komast að kassanum.
Anu opnaði kassann og byrjaði að týna upp hluti sem í honum voru og rétta aðstoðarmönnum sínum, sem merktu við lista sem þeir höfðu með sér. Um leið og þeir voru búnir að taka alla hlutina upp, byrjuðu þeir að rannsaka hlutina. Þeir unnu ótrúlega hratt, renndu diskum í lófatölvu þeirra, og hentu svo hlutnum frá sér. Þeir opnuðu heilmyndir (hologram) og renndu í gegnum þær á svo miklum hraða að skipverjarnir urðu ruglaðir. Eftir nokkrar mínútur stoppuðu þeir allir í einu og byrjuðu að tala saman á þeirra tungumáli. Það var augljóst að þeir voru ánægðir með hvað þeir höfðu séð.
“Þessi kassi inniheldur allt það sem við vildum. Vinsamlegast farið með það í skuttluna okkar.” sagði Anu við Ouriye.
-“Fyrst skulum við ganga úr skugga um að við fáum allt sem við viljum”sagði Ouriye.

Hurðin að Vörugeymslu B var lóðuð aftur og það tók nokkrar mínútur að skera þær í sundur. Pirkotan fann spenninginn í maganum, en einnig kvíða. Hann hafði alltaf haft fulla vitneskju um allar aðstæður, fulla stjórn. Núna vissi hann ekkert, hann hræddist óvissuna.
Vörugeymsla B var köld og illa lýst. Ámiðju gólfinu var svartur málm hlutur, um fimm metra hár. Fjölmargar snúrur og vírar voru tengd við veggi skipsins og hlutarins. Hluturinn var augljóslega hannaður af Jove; hann hafði sömu lögun og Jove skipið. Anu og félagar skoðuðu hlutinn.
“Þetta er ‘Geimhylki’” sagði Anu við mennina. “Það er notað til þess að stjórna skipum. Með því er hægt að stjórna jafnvel stórum skipum með aðeins fáeinum mönnum og einn maður getur jafnvel stjórnað freigátum.”
-“Hvernig er þetta hægt?” svaraði Ouriye, hann var greinilega vantrúaður á þetta, þó svo að hann virtist ekki hissa.
“Stjórnandinn, skipherran, er staðsettur inní geimhylkinu. Í gegnum það, þá er hann tengdur öllum hlutum skipsins. Geimhylkið er einsog risastór tölva, með stjórnandann í miðjunni, sem stjórnar öllu” svaraði Anu
-“En hvernig getur einn maður stjórnað heilu skipi?” spurði Ouriya
“Þakka þér, herra, ég var að koma að því. Eins og ég sagði, þá virkar stjórnandinn eins og miðjan í mjög háþróaðri tölvu. Þetta hlutverk gerir honum kleyft að fá aðgang að og túlka upplýsingar á ótrúlegum hraða. Hann getur auðveldlega tekist á við verk sem 5 til 10 menn gera venjulega. Þetta gerir hann einnig að betri stjórnanda, hann hefur betri skilning og yfirsýn af umhverfinu og hann þarf ekki að fást við starfsfólk og misfarnar skipanir heyra sögunni til.” svaraði Anu og leit yfir andlit mannana fyrir framan hann.
“Hvað er svo gallinn við þetta?” spurði Pirkotan “Það er alltaf einhver galli.”
-“Ekki í þessu tilfelli” svaraði Anu, “geimhylkið bíður uppá frábæra stjórn á skipum, auk þess að fækka starfsfólki. Við, Jove, erum ekki svo margir en getum samt sem áður sett saman stórann flota, allt geimhylkjunum að þakka”.
“ Hvað með þennan stjórnanda hylkisins? Getur hver sem er stjórnað því?” spurði Ouriye, augljóslega mjög áhugasamur.
-“ Nei, ekki allir” svaraði Anu, “stjórnandinn verður að hafa nauðsynlegar tauga ígræðslur.”
Pirkotan strauk yfir nýju taugaígræðsluna sína í hnakkanum; hann fann fyrir vondri tilfinningu koma upp í sér.

“ En afhverju þetta stóra tæki? Væri ekki hægt að tengja stjórnandann í stól til dæmis?”
-“ Nei, góð stjórn skips krefst þess að stjórnandinn sé fullmnu sambandi við skipið og umheiminn. Hylkið er fyllt af vökva, þar sem stjórnandinn flýtur. Þessi vökvi sýjar út allar utanaðkomandi truflanir, ásamt því að verja og næra skipstjórann. Einnig er Hylkið mjög sterkt, sem gefur jafnvel ennþá betri vörn fyrir hann. Við, Jove, viljum ekki ónauðsynlega sóun á lífum.” Pirkotan fannst hann segja síðustu setninguna eins og hann væri að skjóta á skipherrann.
“Svo, þú getur látið það virka?” spurði Ouriye, greinilega búinn að fá nóg af upplýsingum og vildi sjá hylkið í notkun.
-“ Já, svo lengi sem verkfræðingar ykkar hafa farið rétt eftir leiðbeiningum okkar og tengt það við skipið”.
“Þú meinar að hylkið muni taka stjórn yfir skipinu?” spyr Ouriye spenntur.
-“ Já, en við getum auðveldlega stoppað það, þetta er aðeins sýning” svarað Anu.

Þeir byrjuðu að vinna við hylkið, Anu og félagar, og eitt af öðru, kviknaði á stjórnborðum hylkisins. Loksins sneri Anu sér að Ouriye : “Hylkið er tilbúið fyrir prófanir”
Augu Anu og Ouriye snérust að Pirkotan. Honum leið eins og inniloðri mús. Nú vissi hann að ábendingar Ouriye um taugaígræðsluna hafi ekki verið byggðar á vináttu; hann hafði verið platuður í þessa aðstöðu og hann vissi að það var útilokað fyrir hann að hafna núna. En afhverju þessi tvískinnugs háttur? Afhverju skipuðu þeir honum ekki bara að fá þessa ígræðslu?
“Ég, uh… viltu að ég fari inní þennan hlut, herra?” stamaði Pirkotan, í von um að honum skjátlaðist.
-“Já Perkotan liðþjálfi. Þú færð þann heiður að vera fyrsti Caldari maðurinn til þess að prófa Geimhylki. Þú hlýtur að finna til stolts?”
“Ah, já. Já, herra. Ég er mjög stoltur” hvístlaði Pirkotan. Pirkotan byrjaði að ganga, eins og líkaminn gengi sjálfur. Hann stóð nú fyrir framan Anu, sem skoðaði ígræðsluna hans.
-“ Vinsamlegast stattu algjörlega kjur” segir Anu við hann. “Við þurfum að tengja þig” Pirkotan var of dofinn til þess að svara, hvað þá að hreyfa sig. Einn Jove setti gúmmí grímu með mörgum leiðslum yfir höfuð hans, sem huldi bæði augu og eyru. Annar setti slöngu uppí nef hans. Loksins, fann hann að taugaígræðslan var tengd. “Hann er tilbúinn” heyrði hann rödd segja. Honum var vísað að hylkinu og svo lift uppí það, hann fann hvernig vökvinn huldi hann. Hann var að sökkva!”

En hann gat andað í gegnum nefið. Hann gat ekkert séð né heyrt. Allt sem hann fann var þessi caldi og klístraði vökvi allt í kring um hann. Hann var inní Hylkinu! Pirkotan renndi höndunum rólega yfir yfirborð Hylkisins. Það var mjög slétt og Pirkotan vann engar sprungur eða jafnvel takka. Hylkið var lokað og engin leið virtist til að opna það að innanverðu. Hann fann yfirleytt ekki fyrir innilokunarkennd, en nú fann hann angistina koma yfir sig og honum langaði til þess að öskra og hlaupa í burtu. En hann gat gert hvorugt; vökvinn hindraði allar snöggar hreyfingar og þegar hann opnaði munninn, þá fylltist hann um leið af þessum furðulega bragðandi vökvanum. Hann neyddist til þess að gleypa vökvann til þess að geta andað aftur. Pirkotan reyndi að róa sig, en þegar ekkert gerðist í langan tíma, sem virtist vera heil eilífð, byrjaði hann að óróast aftur. Hann hafði lesið að fólk hafði verið óvart grafið lifandi í gömlu tímunum; þetta hylki, þessi hlutur, var eins og vot gröf.
“Er þetta endirinn?” hugsaði Pirkotan. “Kanski hafði vélin bilað, kanski geta þeir ekki opnað hana!”

Þá, allt í einu, var hann blindaður af sterku ljósi og hljóði sem líktist vindi. Eftir nokkrar sekúndur dofnaði ljósið og Pirkotan gat séð aftur, en allt var hljótt. Honum varð nánast flökurt af því sem hann sá. Hann var að horfa á Okorioni að utanverðu! Það var eins og hann flyti í geimnum um 100 metra frá skipinu.
“ Heyrir þú í mér?” sagði einhver. Það var Anu. “Við heyrum í þér. Sérð þú skipið?”
-“ Já,” svaraði Pirkotan, einungis með því að hugsa um það. “ Já, ég skipið. En með haða augum er ég að horfa í gegnum?”.
“ Þú ert að horfa á skipið í gegnum myndavélavélmenni. Hugsaðu um að hreyfa það. Reyndu að hreyfa það til hægri. Sjáðu hvað gerist.”
Pirkotan hugsaði um þetta og sér til mikillar ánægju, þá hreyfðist myndavélin eins og hann hugsaði og vildi að hún gerði. Hann þeyttist fram hjá skipinu, fór í hringi um það og og dró myndavélina fjær og svo aftur nær skipinu. Pirkotan tók eftir því að skipið var alltaf fyrir miðju, sman hvernig hann hreyfði myndavélina. Honum fannst hann og skipið vera eitt, hann vann vélina mala og starfsfólkið hreyfa sig í skipinu. Tilfinningin var ótrúleg.
Eftir stutta stund heyrði hann í Anu: “ Þú stendur þig mjög vel. Núna ætlum við að kveikja á hljóðgerfinum.”
-“Hljóðgerfinum? Hvað meinar þú?” hugsaði Pirkotan
“ Eins og þú veist, þá er ekkert hljóð í geiminum, en þegar við vorum að hanna hylkið, komust við að því að fólk vildi nota eins mörg skynfæri og mögulegt væri, þannig að við bættum við hljóði. Með því að láta tölvuna mynda þrívítt hljóð, bætum við einnig meðvitund í bardögum til dæmis.”
Eftir nokkrar sekúndur heyrði hann að kveikt var á hljóðgerfinum.
“Nú prófum við hljóðkerfið.”
Allt í einu var flugskeyti skotið á loft. Það flaug tignarlega frá skipinu og hvarf úr augsýn Pirkotans. Pirkotan snéri myndavélinni og horfði á flugskeytið fljúga frá skipinu. Þá kom grænn og gulur geisli frá Jove skipinu, ásamt háværum hvelli. Geislinn hæfði flugskeytið og það sprakk. Pirkotan heyrði sprenginguna greinilega og þegar hann snéri myndavélinni að Jove skipinu, þá heyrði hann bergmálið frá sprengingunni. Einu sinni enn, þá sagði Anu: “Þetta gekk mjög vel. Og nú kemur að síðustu prófuninni. Ég vill að þú stoppir skipið, og auka hraðann svo aftur. Þú þarft að opna stjórnborðið og nota það.
Pirkotan hugsaði um vélina, en ekkert gerðist. Síðan hugsaði hann um að stjórna skipinu. Og þá birtist stjórnborðið. Eftir smá stund þá fann hann út skipunina til þess að stöðva skipið, í því stöðvaðist skipið. Hann endurtók skipunina og skipið fór af stað aftur.
“Vel gert Pirkotan liðþjálfi,” sagði Anu. “ Þú hefur lokið við tilraunina. Framistaða þín var óaðfinnanleg.”
Eins snögglega og sjón hann hans kom, þá hverf hún og myrkur umlukkti hann. Hann blikkaði augunum nokkrum sinnum, sýnini af Okarioni var ennþá í hausnum á honum, en hvarf hægt. Pirkotan fannst hann vera að hrapa á miklum hraða, en áður en hann gat brugðist við, missti hann meðvitund.

Pirkotan vaknaði hægt, eins og úr djúpum svefni. Hann opnaði augun og starði á gráa vegginn fyrir framan sig. Hann reyndi að líta í kringum sig, en hann gat það ekki. Honum fannst hann vera undarlega utan við sig. Einhverstaðar fyrir aftan sig heyrði hann raddir. Hann vissi að þetta voru skipherra hans og Anu. Hann reyndi að tala, til þess að láta þá vita að hann væri vaknaður, en ekkert gerðist. Þá heyrði hann:
“ Ég er búinn að skoða hann, ég er hræddur um að öll einkennin beinast að því.” sagði Anu.
-“Þessi ‘hugar-lás’, eins og þið kallið það, er þetta varanlegt?” spurði Ouriye
“Ég er hræddur um það. Við höfum rannsakað þetta mikið, en ekki fundið neina lækningu. Því miður, ef ég má sgja það.”
-“ En hvernig komið þið í veg fyrir þetta? Ég meina, var fyrirfram vitað um þetta?” spurði skipherrann.
“ Undir þessum kringumstæðum, já. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þetta, er þjálfun í mörg ár. Sá tími var ekki samþykktur af þínum yfirmönnum. Auk þess, vissir þú að þetta myndi gerast allan tímann. Þú hefur enga ástæðu til að kvarta núna.”
-“ Ég veit, ég veit” svaraði Ouriye “Ég hafði strangar skipanir.”
“Ég skil,” svaraði Anu. “Liðþjálfinn stóð sig með prýði. Þú getur verið stoltur af honum.”
-“Ég er það,” svaraði Ouriye
Þögn
“Hvað er að gerast ?” hugsaði Pirkotan. “Þeir hljóta að vera að tala um mig. Hvað er hugar-læsing?”
Þá birtust skipherran og tveir Jove fyrir framan hann. Þeir litu á andlit hans, í opin augu hans.
“Hey!” öskraði Pirkotan í huga sínum. “ Hjálpið mér!”
“ Hann virðist svo friðsæll, liggjandi þarna. Er hann með meðvitund?” spyr skipherrann.
-“ Hver veit? Kanski, kanski ekki,” svaraði Anu.
“Það er sorglegt að missa hann, hann var góður liðsforingi. Og góður vinur,” sagði Ouriye. “Hann mun fá heiðursmerki og það verður sent til foreldra hans. Faðir hans verður svo stoltur.”
-“ Og réttilega svo,” svaraði Anu. “ Allavega, þá höfum við,skipherra, meðferð sem getur hjápað honum, ef þú hefur áhuga…?”
“ Þakka ykkur fyrir tilboðið, en það er ekki þörf á því,” svaraði Ouriye. “Við höfum góðar stofnanir, sem geta séð um hann. Það verður vel séð um hann þar.”

Pirkotan öskraði í hljóði. Örlög hans voru ráðin. Honum hafði verið fórnað, til að bæta hagsmuni fjöldans, einsog stífla í stórri vél. Rétt áður en hann lognaðist útaf, las Pirkotan kjörorð Caldari flotans á ermi skipherrans; “ Allt fyrir hagsmuni fjöldans.” Ekki hjálpar það honum, fastur í sínum eigin huga það sem eftir er.


Þýtt,

Znaei -Thundercats-
Flatus Lifir Enn