fyrir um 3 vikum þegar ég skráði mig inn á huga tók ég eftir EVE auglýsingunni þar sem stóð að það yrði byrjað að selja EVE 6. maí kl. 9 í skífunni, og kl. 10 í BT eða eitthvað sem var ekki mjög heppilegur tími því ég var náttúrulega einmitt að fara í samræmt próf (tók bara 1 í ár, er í 9. bekk) kl. 9 6. maí. þannig að ég bað mömmu að fara og kaupa leikinn og sagði henni að hann myndi kosta um 7000 kall, því einhversstaðar fyrir löngu hafði ég heyrt að hann myndi kosta það.
Um leið og ég kom heim úr prófinu talaði ég við mömmu og hún lét mig fá leikinn og sagði að hann hefði ekki kostað nema 4700 kall en hún hefði ekki fengið 2 mán. fríu áskriftina þótt hún hefði mætt klukkan 9 því það var komin svo löng röð fyrir utan. ég var náttúrulega ógeðslega glaður og hringdi strax í vin minn til að monta mig. svo fór ég og installaði leiknum og bjó til reikning, en ég skildi ekki af hverju ég gat ekki bara notað fría mánuðinn fyrst og ákveðið svo eftir hann hvort ég vildi kaupa annan mánuð, þannig að ég hringdi í skífuna og spurði um þetta en þeir sögðust ekkert vita og sögðu mér að hringja í CCP. Ég gerði það og þeir sögðu mér að maður yrði að gefa upp kreditkortanúmer og panta allavega 1 mánuð eftir að fríi mánuðurinn væri búinn, en peningurinn væri ekki tekinn af kortinu fyrr en fríi mánuðurinn væri búinn, mér fannst þetta frekar asnalegt en var svosem alveg sama því ég var viss um að ég myndi vilja spila hann í allavega 2 mánuði hvort sem er.
Svo byrjaði ég að spila en þá hringdi annar vinur minn í mig og spurði hvað ég héldi að EVE kostaði í skífunni, ég sagði ég hefði keypt hann þar um morguninn og að hann hefði kostað 4700, þá sagði hann mér að hann hefði keypt hann í hagkaup á 3500. Ég sprurði hvort hann fengi líka frían mánuð en fattaði svo að hann hlyti að fá hann því það stæði aftan á hulstrinu. ég fór út í BT og þar kostaði hann 3600, svo fór ég út í skífuna um daginn og þar kostaði hann 4000 kall.
þannig að ég spyr: var það þess virði að bíða í biðröð í marga klukkutíma í biðröð bara til þess að fá hann kl. 9 á 4700 þegar maður gat beðið í klukkutíma og fengið hann 1200 kalli ódýrari? ok sumir fengu 2 mán. fría og töpuðu ekki nema 200 kalli en samt. ég veit ekki með ykkur en mér finnst að það hafi verið svindlað á mér, ég hefði náttúrulega átt að gá hvað hann kostaði í hinum búðunum fyrst og næst þegar ég kaupi leik þá gái ég hvað hann kostar í öllum búðum áður en ég kaupi hann, en mér bara datt ekki í hug að það munaði 1200 kalli.
ég ráðlegg öllum að gá að verðinu í BT, hagkaup og fleiri búðum sem selja leiki áður en þeir kaupa eitthvað í skífunni.