Jámm, almenn hegðun í online leikjum virðist vera eitthvað sem við Íslendingarnir erum ekki alveg með á nótunum, þetta fer ekki framhjá mörgum núorðið eins og allir fps online leikirnir hafa sokkið niður í, ef þú leggur þína leið í CS eða eitthvað álíka eru almargir með leiðindi, frekju og verst af öllu að svindla á einhvern hátt.

Ég hef verið í hóp þeirra sem hafa verið að spila online síðan Q2 kom út á sínum tíma og hef tekið eftir þessu vandamáli síðustu árinn og þetta hefur farið stigvaxandi, en ástæðan fyrir þessari grein er að koma í veg fyrir þessa niðurlæging og lágmenning online þjóðarinnar hellist inní heim EVE.

Leikurinn verður ekki vinsæll né ánægjulegur ef nýliðar koma inn í fyrsta skipti og þeir færð ekkert nema fúlyrði og leiðindi frá samspilurum, tala ekki um ef þeir eru þínir samlandar, sem er ekki upp á marga fiska í öðrum löndum, en í svona “litlu” og samanheldnu samfélagi leikjaspilara eins og er hér á Íslandi verður þetta málefni virði þess að leiða hugann að.

Ég er ekki alsaklaus af þessu, né flestir spilarar, en ég ætla að leggja mitt að marki að “Hlutverka-spila” þennan leik, s.s. að spila hann út frá karakter sjónarhorni en ekki “bitur 13ára cs krakki” eins og einn lýsti mér þegar ég svaraði pósti hérna á huga fullum-hálsi. [Sem er ekki lýsandi þar sem ég lít á mig sem "reiður 21ára rumur" ;) ]

Fl4mers eru ekki vel liðnir fyrir ástæðu, svo sýnum samhug og látum Eve vera ánægjulegan og lausan við niðrandi skæting.

-Malus Animo- Hefði átt að vera þingmaður =P