EvE retail Jæja, sælir veri samáhugamenn og félagar, óvinir og hefðarfrúr.

Núna virðist EvE loksins ætla að koma kannski út á almennan markað, amk tel ég ágætar líkur á að staðið verði við nýjustu dagsetninguna frá CCP og félögum þeirra…
(ef ekki í maí þá í júní)

þá vakna ýmsar spurningar, ætlar EvE fólkið sem er í beta að spila leikinn? (alpha gaurar líka?) Mun Ebay vera uppfullur af isk til sölu, characterum frá powerplayerum… Munu corpin stóru eins og RaiD ráða öllu og valta yfir samkeppnina frá litlu vina corpunum? (persónulega tel ég engar líkur á því) … Munum við sjá geimverur í leiknum eða fólk frá jörðu? Hvað finnst lesendum greinar?

Ég held að þessi leikur verði bara besti leikur allra tíma (fyrir fólk sem kann að meta grafík og þörf fyrir gáfur, skipulagningu, hugmyndaflug, mannleg samskipti og kurteisi.. Möguleikarnir eru endalausir í EvE heiminum.. Enda miklu fleiri leiðir sem hægt er að fara þegar framtíðin er grunnurinn, í stað t.d. fantasy heims eins og lotr eða daoc, (mín skoðun), fyrri uppáhaldsleikurinn minn var Star Control 2 (frá 1994 eða eitthvað) sem var langt langt á undan sinni tíð og innihélt álíka æðislegan söguþráð og EvE núna..

Allavega, vil ekki fara með of mörg orð hérna þó ég gæti blaðrað að eilífu um leikinn (ef leik skal kalla)

ps. fyrsta greinin mín á huga jeij.. og þið sem ætlið að koma með flame/troll megið alveg sleppa því mín vegna, mun hunsa allt slíkt.