Síðastliðnar 2 vikur hefur stríð RaiD Enterprises á móti TAOSP tekið 180 gráðu beygju í vil RaiD.

Stríðið byrjaði að nýju þegar 6 vel útbúin þungaherskip TAOSP réðust inní RaiD Enterprises svæði, Amarr gerð. Tveir vel þjálfaðir herflugmenn á yfirburðagóðum Caldari herskipum svöruðu snarpt, og áður en stuðningur var kominn á svæðið og höfðu þeir laskað 5 skipanna svo þau þurftu að flýja og skutu eitt niður og drápu flugmanninn.

Hingað til hafa 6 TAOSP skip verið hættulega löskuð á móti engum löskuðum RaiD skipum. 1 TAOSP skip hefur verið sprengt í ekkert og flugmaður þess var tekinn af lífi á staðnum. Á móti hafa RaiD ekki misst neitt skip síðan fyrir 4 vikum þegar TAOSP réðust með ofurafli á illa vopnað bordercontrol lið sem sá um að verja viðskiptamenn og námumenn frá aðkasti glæpamanna.

Mannfall RaiD: 2 menn.
Mannfall TAOSP: 1 maður

Skipatjón RaiD: 5 léttvopnuð lágklassa og gömul escort skip.
Skipatjón TAOSP: 1 vel vopnað og dýrt herskip af nýjustu gerð Amarr.

Síðastliðnar 2 vikur hafa TAOSP haldið sínu mannfalli niðri með flótta í hvert skipti sem skip þeirra hafa verið löskuð.

RaiD Enterprises hefur fengið góða aðstoð frá bandamanni sínum Climax Incorporated og hafa þeir sannað styrk sinn sem hermenn á undanförnum vikum.

Intel agentar IRIS(íslenskt intelligence agency) hafa átt stóran þátt í að pinpointa staðsetningar TAOSP flauga, sem virðist koma fyrir ekkert þegar öflugar vélar þeirra koma þeim alltaf í burtu.

Veljið rétt, veljið Caldari.

Kveðja frá RaiD Enterprises.
Jonathan Pride, CEO & President of RaiD Enterprises.
<img src="