Eins og könnunin gefur til kynna eru ekki margir hér sem vita hvað er að gerast í EvE umheiminum í dag en þar má mest taka eftir stríðinu milli TTI eða Taggart Transdimensional og svo EC eða Endless Corporation.
TTI er líka mjög óvinsælt núna þar sem þeir eru Caldari en fylgja Galente stefnuni en hún er að hugsa bara um sjálfan sig og lifa lífinu meðan Caldari stefnan er svona hjálpa sjálfum sér með því að hjálpa heildinni.
En svo kemur að aðalatriðinu hvernig þetta “stríð” byrjaði TTI stal heilli deild út úr EC með því að einhvern vegin plata alla deildina í að það væri miklu betra að vera í TTI betur launað og þerskonar blekkingar.
En eftir að hafa verið í TTI í einhver tíma snéri yfirmaður deilarinnar aftur til EC eftir að hafa séð rasistahúmorinn og verið í þessum slæma móral sem var í Taggart og lét yfir menn EC fá aðgang að forumonum hjá Taggart en þar var verið að ræða um að koma fyrir njósnurum í endless og var bara verið að tala illa um endless á allavegu.
Þetta var á móti grundvallarreglum Endless og þess vegna ákváðu þeir að fara í stríð við Taggart.
Raid Enterprises hafa lýst því yfir að þeir styðji Endless í þessu þar sem við erum á móti því að TTI sé að reyna að leysa upp Caldari heimsveldið og það að ætlunarverk þeirra sé að koma njósnurum fyrir í öllum stærstu fyrirtækjunum.
Þetta er aðalega það sem er að gerast mest núna og eru TTI að baka sér óvinsældir alstaðar frá Caldari samfélaginu þar sem þeir bara vilja ekki hætta að reyna að koma sýnum hugmyndum í hug allra einnig eru þeir að fá hjálp frá Minmatar liði.
Ég kem með meira um stríðið seinna.

kv.Dawg