Nú hef ég verið rekinn sem stjórnandi og ýmsu eytt af síðunni (ok. Ég skal ekki segja neitt ljótt um það). En ég skal segja ykkur ástæðuna bakvið þessa geðveiki sem hefur ríkt hérna.

Ég hef verið á áhugamálinu í langan, langan tíma og er næststigahæstur á áhugamálinu (aðeins Derin toppar mig og hann fékk sín stig frá því að stjórna).

En B&W hefur dottið í gleymsku, áhugamálið farið til fjandans. Því datt mér áætlun í hug. Að verða stjórnandi. Að koma af stað greinakeppni. Að fá nokkra félaga mína til að skrifa eins lélegar greinar og hægt er og ég myndi svo samþykkja þær.
Af hverju? Til þess einfaldlega að gera B&W menn fúla. Til þess að fá þá til að skrifa flottar greinar á móti svo allir myndu ekki halda að B&W menn væru óskrifandi vitleysingar.

Og það virkaði! Áhugamálið hefur ekki verið virkara í langan tíma. Sjáðu svörin, sjáðu greinarnar! Þetta *virkaði*.

Kannski bara um stund. Kannski er áhugamálið dæmt til glötunar. En það fer allavega niður í logum.