Í morgun, 7 sept. vaknaði ég og fór í skólann, lá við að ég skrópaði bara til þess að fara og kaupa B&W 2 og spila hann í allan dag, en ég hef of mikla samvisku til þess. Svo leit ég á stundatöfluna og “ANDSKOTINN” hugsaði ég þegar ég sá að föstdagar eru lengstu dagarnir mínir. En svo kom Epic Miracle frá himnum ofan. Ég fékk fjórfalt gat! Ég gat hinsvegar ekki notað það til að hjóla upp í Kringlu eða Smáralind og ég fékk ekkert far. Það endaði allavegana þannig að vinur minn keypti hann fyrir mig, enda var hann að fara upp í Kringlu með afa sínum.

Þegar ég fékk leikinn í hendurnar hélt ég að það myndi líða yfir mig. Ég dreif mig heim þegar skólinn var búinn og installeraði honum á korteri (Enda bara einn diskur). Ég var löngu búinn að ákveða að vera illur og þess vegna vildi ég velja annaðhvort Úlfinn eða Ljónið, en ég valdi Ljónið á endanum (táraðist samt næstum yfir svipnum á beljunni þegar ég valdi hana ekki)og skýrði hann Agamemnon litla. Svo spilaði ég leikinn í 6 klukkustundir, áður en ég var rekinn í burtu frá tölvunni. Í lok dags var ég kominn á 4. eyjuna með 84.4% evil en Aggi var eitthvað tregur að verða illur, því hann er ennþá í miðjunni.
Nú verð ég að fara að sofa svo ég geti vaknað snemma á morgun og byrjað að spila!
Autobots, roll out.