Vá frumlegur titill.
Svona smá að reyna halda fólki spenntu.

Fyrir guð sem lýtur niður til jarðar verður landið ekki mikið fallegri. Endalausir grasgrænir hagar bærast í vindinum, tindrandi blár særinn teygjir sig lengra en augað eygir og sólin leikur við sjóndeildarhringinn.
Þegar við komum nær komumst við að því að þetta land er ekki eins saklaust og það virtist í fyrstu. Reyndar, þá er þetta rólinda land vígvöllur sem heilu þjóðirnar heyja stríð hvor við aðra, berjast fyrir trú sinni í blóðþyrstum átökum. Svo virðist sem að guðirnir berjist einnig á sínum eigin bardagavelli.
Í Black & White II mun tæknileg framþróun spila stórann hlut, þorpsmenn geta nú byggt þróaðari byggingar og hafa lært að fara í stríð vopnaðir sverðum, bogum, örvum og öðru því líku.
Aðgreining góðs og ills verður að hluta til frábrugðin fyrri leiknum. Ekki aðeins mun vera hið góða og illa, svarta og hvíta?heldur verður líka vottur af gráum svæðum þegar þjóðirnar reyna að lifa við stríð eða frið.