Af þeim dýramyndböndum sem ég hef séð, þá finnst mér úlfurinn flottastur en kúin skemmtilegust.

Ef ég væri góður guð, þá myndi ég líklegast velja mér kú því þegar maður horfir á hana þá sér maður að þetta er gott dýr ;), að sjá hana hoppa og skoppa um og baula gleðilega.

En ef ég væri vondur guð, þá myndi ég líklegast velja mér annaðhvort úlfinn eða ljónið, en ég held að ég myndi samt velja úlfinn. Hann er svo svakalega “töff” að það er ekki fyndið. Svo þegar að hann ýlfrar; ég skal alveg viðurkenna það að ég fékk hroll þegar hann gerði það í fyrsta skiptið.

Hjá mér er úlfurinn í fyrsta sæti, kúin í öðru, ljónið í þriðja og apinn í fjórða. Í hvaða sætum eru þau hjá ykkur?