Sko, þannig er mál með vexti að ég var að kaupa mér tölvu; 850 Mhz AMD Athlon, 192 MB RAM, GeForce 2 MX grafíkkort, Sound Blaster hljóðkort, 10X DVD Drif og allt í lagi með það. Hún virkar fínt nema með B&W.
Ég er búin að fara í gegnum allt troubleshooting dæmið hjá B&W síðunum og búin að laga allt sem hægt er að laga.
Hringdi meira að segja niður í EA helpline og þeir sögðu að þar sem ég væri með LAN (mín tölva er client) og cabel net þá reyndi tölvan alltaf að fara online (ég vil ekki spila online) og sögðu mér að breyta einhverju í runblack sem ég gerði en leikurinn heldur áfram að frjósa.
Ég kemst aldrei lengra en að þegar búið er að velja creature og það fer að henda dýratemjaranum út í loftið.
Svo prófaði ég leikinn í hinni tölvunni sem er á heimilinu og sú tölva er með svipaðan hraða og mín og svipað minni nema með Diamond Viper 770 Ultra grafíkkort og 40x Asus CD ROM.
Og hann frýs ekki þar!!
Þannig að mig langar til að spyrja ykkur tölvusnillingana hvort GeForce kortin virka svona illa eða að DVD drifið gæti verið að eyðileggja? (það fylgdi bara DVD drif með).
Ég veit að þetta er langt en ég verð að spila þennan leik, og það er ekki til umræðu að spila hann í base tölvunni (þ.e.a.s tölvan sem “ræður” yfir minni :-)
Kv,
Pernilla