Það er dálítið undarlegt að Black&White áhugamaðurinn sem ég er að ég hafi ekki prófað Creature Isle! Ég hef aldrei fundið þörf til að spila hann (allavega ekki á meðan ég átti fyrir honum :P) en núna er ég farinn að hugsa um að kaupa mér hann. Þá kemur spurningin: Er hann þess virði?



Ég hefi náttúrulega mikið lesið um hann, bæði á netinu og í ýmsum blöðum sem fást á bókasöfnum. Mér sýnist hann aðallega vera svona þrautaleikur, þar sem maður á að kenna dýrinu sínu og svo “Tyke”, litla krýlinu sem að dýrið manns stjórnar. Ég hef ekkert svakalega gaman af svona þrautaleikjum, en af því að þetta er aukapakki fyrir Black&White þá er ég að hugsa um að skella mér á hann.



Þá kemur spurningin aftur, sem er beind að yður, er hann þess virði? Er hann góður? Er gaman að spila hann, eða væri þetta bara eyðsla á peningum fyrir mig? Vinsamlegast segið álit ykkar (þið sem eigið hann, og jafnvel þið sem eigið hann ekki :P), það er alltaf gott að fá smá gagnrýni á leiki áður en maður kaupir þá.

Kveðja, Sigtryggu