—Ég gleymi, hvað er Black and white aftur um ?—

Þú ert guð. Einn af mörgum í raun, þú ræður yfir fyrrverandi friðsælu landi edens, heimili margra ættbálka þorpsbúa. Black and

white sagði söguna um baráttu þína til að yfirbuga alla hina guðina og verða eini guðinn til að ráða yfir eden. Þú fékkst

hjálp í black and white frá dýrinu þínu, þjónn fólksins ef til vill, sem hafði ótrúlegann hæfileika til þess að læra allt sem

þú gerðir, þegar þú kenndir honum. Barátta þín milli guða bar í för með sér
Dýr að berjast, kraftaverk og herkænsku. Það flottasta örugglega við black and white var að þú gast spilað eins og þú vildir.

Í staðin fyrir að vera neyddur í stöðu til þess að þurfa að hjálpa þorpsbúunum að vaxa, þá gastu ráðið hvað þú notaðir, eða

misnotaðir, guðlegu krafta þína. Mundiru detta í mirkrið og verða versti guðinn sem upp hefur verið? Eða mundirðu helga lífi

þínu í að hjálpa fólki? Black and white leifði þér, meira en allt, að finna út hver þú ert, í raun og veru !

—Ok, hvernig endaði black and white?—

Án þess að gefa upp allan söguþráðinn, þá tókst þér að vera eini guðinn í eden og losaðir þig við allt vont/gott (fer eftir

hverniga alignment þú varst) og fórst svo í burt og ætlaðist að allt mundi vera eins og það var. Hversu vitlaust gastu haft

fyrir þér ..?

—Nú akkuru, hvað gerðist við Eden í black and white 2 ?—

Í black and white 2 þá kemurðu aftur til Edens og sérð að allt er breytt ! Friðsæla landið sem þú skildir eftir þig í black

and white 1 hefur breyst mikið! Heimurinn er í stríði ! Þorpsbúarnir eru að berjast við hvorn annan (og HELLINGUR af þeim) og

að venju, gera mikinn skaða.. vííí :D. Hlutverk þitt er að reyna að ná stöðu þinni aftur sem ráðandi yfir fólkinu og að

afstýra, hjálpa, letja, róa, hvetja, horfa á, berjast, hunsa, hvetja, friða, aðstoða eða enda stríðið horfandi á þorpsbúana

þína þegar þeir hlaupa í hópinn af fólkinu, skerandi, drepandi! Eins og í black and white 1 þá ræður þú öllu. Friðarstefna eða

sjálfpíslahvöt? Aðstoð eða hernaðaraðgerðir? Vörn eða sókn? Góður eða vondur?

Svart eða hvítt?

—Get ég breytt heiminum í mitt eigið persónulega víti eða himnaríki?—

Ójá, miklu meira heldur en í black and white 1. Í black and white 2, breytist landið eftir hvort þú sért góður/vondur. Stór og

drungaleg fjöll eða langir grænir akrar. Allt breytist, meira að segja litlu dýrin sem hoppa um. Ef þú ert vondur til dæmis þá

verður fullt af úlfum, djöflum etc. hlaupandi um étandi/hræðandi fólk ! En ef þú velur góðu hliðina þá verður hellingur af

kanínum og kindum og öllu sem þér dettur í hug þegar ég segji regnbogi.. :)
Bara.. tilbúinn.. ?