Jæja, ég er kominn langt í leiknum en samt þykir mér hvert borð taka óhemju langann tíma, marr eyðir næstum því heilan dag í REAL time á einu borði, pffffff damned sko.

En jæja það skemmir svosem ekki leikinn.
greinin mín hinsvegar snýst ekki um hvað hvert borð tekur langann tíma. Í staðinn vil ég benda á að það borgi sig nánast ekkert að kenna dýrinu marga árasar galdra, þar sem hann gæti misskilið hvernig á að nota Fireball eða jafnvel Lightning.

Tek sem dæmi, ég var búinn með 3ja borðið og átti bara eftir að fara gegnum vortex, ég ákvað að chilla og kenna dýrinu mínu fireball, jájá ég fer utan við influence zone og kasta fireball fyrir framann hann á sjó. Þetta endurtek ég svona 30 sinnum eða þannig þar til hann er kominn með 100% í Fireball.

Svo fer ég í gegnum vortexið og festi dýrið mitt með ólinni á village center til að redda hinu og þessu, en hvað ætli hann hafi byrjað að gera?
Nú þar sem hann er jú þrælgáfaður þá byrjar hann að kasta FIREBALL á ÞORPIÐ mitt og slekkur svo á eldinn með SHOWER miracle. Ég fór að bölva og ákvað að refsa dýrinu fyrir að kasta fireball. Eftir að ég skammaði hann fyrir hvert skipti sem hann kastaði fireball á þorpið þá endaði það með því að hann loksins SKYLDI hvað mætti gera með fireball. En þetta er einmitt ástæðann sem ég mæli ekki með því að dýrið læri árasar galdra ef það á að vera good creature en ekki EVIL.

Eitt enn, ekki búast við því að dýrið þitt borði ekki af og til fólk, það er bara ekki hægt að komast hjá því að sumir þorpsbúar verði ekki étnir. Þú mátt þakka fyrir ef hann borðar ekki nema 10 þorpara gegnum allann leikinn. Til þess að forðast að hann éti fólk, þá mæli ég með því að hann sé búinn að éta áður en hann tekur upp einn þorpsbúa, því annars mun hann örruglega borða þorparann. Langbest er að fylgjast alltaf með dýrinu, fara með það á einhverja staði þegar þú ert á röllti og festann svo við temple og stytta ólina þegar þú villt ALLS ekki að hann röllti án þess að þú vitir hvað hann sé að brasa.

Allavegana þá ætla ég að gera þetta næst þegar ég byrja upp á nýtt.

úffff,
Kv, Rizzkobolt (CS)(DOD)(IRC)