Ég var að lesa ýmislegt um Black&White þegar að ég tók eftir einu:

Þið vitið að dýrin ykkar dansa. En vissuð þið að þið gátuð spilað tónlist og þau myndu reyna að dansa við tónlistina? Til dæmis, ef að ég væri að spila disk með Britney Spears (sem að ég myndi aldrei gera;D) á meðan að ég væri að spila í B&W þá myndi dýrið reyna að dansa við lagið. En af því að mér er illa við fröken Spears þá myndi ég líklegast buffa dýrið í hel ef að það færi að dansa við lagið. En þá myndi það ekki hætta að dansa, ef að ég færi að spila lagið aftur þá myndi dýrið mitt muna eftir því að ég lamdi það í hel seinast þegar að það var spilað þannig að það myndi væla pínulítið, standa alveg grafkyrrt og halda fyrir eyrun (eða eitthvað líkt því:D).

Ég veit ekki hvort að þið þurfið eitthvað annað forrit en þau sem eru í tölvunni ykkar en ef það er ekkert að ganga hjá ykkur að láta dýrið dansa (það þarf þó náttúrulega að vera búið að læra að dansa) þá getið þið náð í WinAmp (forrit sem spilar tónlist) og þá ætti lítið merki að koma í eitthvert hornið á skjánum ykkar á meðan að þið væruð að spila B&W. Því miður er ég enginn tölvuGúrú þannig að þið getið farið á einhverjar Black&White síður (eins og www2.bwgame.com eða www.bwcenter.com ) til að fá upplýsingar um hvernig þetta forrit virkar.
Kv. Sigtryggur.

ES: Ég fékk þessar upplýsingar af hinum ýmsu síðum (bwcenter og bwgame).