Mín saga Jæja, ég setti mér það markmið að ég ætli að senda inn grein áður en ég færi að sofa :) and here we go.

Jæja ég kíki nú alltaf í bw allavega einusinni á dag. Og oft hefur e-ð skrýtið gerst fyrir mig (eins og alla) t.d. eitt dýrið sem ég átti einusinni
fannst voða gaman að henda scaffoldum, skildi aldrei alminnilega afhverju ég hafði aldrei hent þannig. Kanski hefur bara óvinaguð hent því í hann
og hann hafi lært það þannig (endalausir möguleikar :) allavega. Ég var alltaf að sjá ný hús bara svona einhverstaðar í buskanum bara adobe uppi á fjalli
og ég vissi ekkert hvað væri í gangi (vissi ekki að dýrið mitt væri að þessu) síðan stóð ég hann að verki og barði hann illilega (strangt uppeldi :) hann
gerði þetta sjaldan aftur en svo byrjaði hann allt í einu að hata öll dýrin í leiknum (beljur, hesta, kindur…) og var alltaf að brenna þau, skildi ekki afhverju
ég hef aldrei haft neitt á móti þessum greyjum :). Hann labbaði alltaf að þeim, beint fyrir ofan þau, og tóstaði þau og síðan brenndi hann sig lika. Þá var ég
byrjaður að efast að þetta dýr væri e-ð gáfað (tígurinn) :). Ég ákvað að gefa því einn sjéns í viðbót, en svo tók hann uppá því að það væri sniðugt að kveikja í
skógum (stupid tiger!) og hann fór alltaf í miðjuna á skóginum og kveikti í honum ! Þar að leiðandi kviknaði í honum sjálfum ! Reyndar fannst mér þetta allt
bara fyndið en ég var orðinn dáldið pirraður að hann gat ekki bara verið með einhvað vit í hausnum. En ég harkaði þetta af mér (og af honum if you know what I mean ;)
og hélt áfram með sama dýrið. Það brást ekki að það tók uppá öðru, honum fannst þá voða sniðugt að grípa fireball-ana sem ég notaði til þess að brenna bæi. Og auðvitað
kviknaði í greyið heimskingjanum í leiðinni ! Jæja nú var ég kominn með nóg af þessum sljóra tígri og byrjaði uppá nýtt :)

Núna er ég með Polar Björn sem heitir George :) Hann er flottur nema hvað að honum finnst voða gaman að labba útí sjó og stíga á fiskana ???
En ég læt mig hafa það :)

Sendið nú inn greinar og verið duglegir að fara í black and white 5 sinnum á hverjum degi ;)
Bara.. tilbúinn.. ?