Ég ætla að láta það koma skýrt fram að þessi grein gæti skemmt fyrir þeim sem að eru nýbyrjaðir í Black & White.

Sl. föstudag byrjaði ég aftur í snilldinni Black & White eftir hálfs árs hlé. Þegar að ég var að setja upp leikinn, fóru gamlar skemmtilegar og sniðugar minningar að ryfjast upp. Ég mundi eftir gömlu 15ára beljunni minni.

Ég hefði fengið nóg af endalausu ósigrunum með beljunni og valdi þess vegna að hafa tígrisdýrið. Ég ákvað einnig að heita Mercurius og kalla dýrið mitt Guardian. Eftir þær ákvarðanir, var leikurinn búinn að setjast upp. Ég þurfti að fara í gegnum leiðinlegu þjálfunina (sem að tók ca. 15-30min). Ég reyndi eins og ég gat að kenna dýrinnu góða og skemmtilega siði. Ég kenndi því að losa úrgang sinn við tré, vatn eða akra. Ég kenndi því einnig hvar maturinn væri og hvernig ætti að koma fólkinu í velþóknun sína.

Eftir 4 ár (4klst í rauntíma) var ég búinn að kenna Guardian hvað mætti, og hvað mætti ekki. Ég var td. búinn að kenna honum að hann mætti EKKI éta menn (prófaði oft að láta hann hafa manneskju, hann klappaði henni bara og labbaði í burtu).

Allt virtist ganga vel. Ég var með (næstum) fulla stjórn á dýri mínu, ég var búinn að endurheimta nær alla mína fyrrum hæfileika sem guð, og ég átti meira en nóg af auðlindum (mat og viði). ég kláraði því fyrsta borðið. Ég færði allan mannskapinn í hliðið (portalið/wormhole), öll one-shot-miracles, öll leikföng dýrs míns og allan viðinn. Þegar að ég ætlaði að færa allan matinn minn (sem var drjúgur slatti), stóð Guardian óvart í hliðinu og greip allan matinn. Það var ekkert það slæmt, hugsaði ég með mér. En allt í einu, gleypti dýrið allan matinn og fór úr 10% fatness yfir í 100%!!!

Þrátt fyrir löngun mína til þess að lode-a gömlu save-i, lét ég mig bara hafa það, og sá til þess að dýrið borðaði sama sem ekkert (einnig lét ég dýrið hlaupa til og frá með steina).

Eftir þessa reynslu var klukkan orðin 12 að kvöldi, og ég fór að sofa. Næsta dag hringdi ég í vin minn Eturnal-rest, og sagði honum hvernig að mér gegndi. Hann minti mig á skemmtilegan hlut með mig og dýrin mín. Öll dýrin mín hafa alltaf verið mjög góð (beljan=+48%góð, tígrisdýrið=+51% gott), og að þau hafi alltaf haft einhver vandamál með meltingu (beljann skeit ALDREI og varð 17ára, tígrisdýrið gat ekki ælt (borðaði jafnvel steina)). Síðan leit ég aðeins á statana á Guardian. Hann var með býsna gott strenght, lágt fatness, Kind & Nice allignment og 5 people killed??? Þatta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég sem taldi mig hafa kennt dýrinnu að borða EKKI manneskjur. Ég fór úr hofi mínu í losti. Síðan sá ég strax dýrið borða manneskju, eins og að það væri ekkert sjálfsagaðra. Ég lamdi Guardian í buff og lét hann halda áfram að koma bæjum á mína hlið.

Eftir að halda augum mínum föstum við dýrið, ákvað ég að gera þessi árans “silver-scroll puzzles.” Þau virtust öll vera létt og óþolandi (eins og við má búast), þangað til að ég þurfti að finna út eitthvert pattern við 9 tré sem að breytust ef að ég snerti þau. Við það festist ég og fór að huga að þorpum mínum og 7 ára dýri mínu. Dýrið hafði víst convertað 3 bæjum, án þess að ég hefði tekið eftir því. Einnig dó vina guð minn. Skyndilega var dýr mitt sent í eitthvað helv. portal. Ég elti, og fann út að Guardian væri fanglesaður milli 3 staura. Eina ráðið sem að ég sé, virðist vera að ég þurfi að hertaka bæi mótstæðings míns. Það virðist vera mjög langur og leiðilegur ferill sem að gæti tekið óratíma.

Ef að þú hefur einhver ráð fyrir mig, eða langar bara að láta þitt álit koma í ljós, ekki hika við að svara þessarri grein (plz ekki koma með aula skap).