Lionhead Studios og leikir fyrirtækisins Ég ákvað að senda inn þessa grein til að bæta aðeins úrval greina í keppnina. En hér ætla ég að fjalla aðeins um Lionhead studios og leikina þeirra.

Lionhead studios eru helst þekktastir fyrir Black and White leikina. Fyrirtækið er leitt af Peter Molyneux sem er þekktur fyrir frumlega leiki eins og “Guða” leiki og þeir fara frekar frumlegar leiðir við gerð leikja. Lionhead hafa einnig gefið út Fable og The Movies.

Eftirfarandi leikir eru eftir Lionhead studios.

Black & White
Var veruleg breyting á sínu tíma og kom með margar nýjungar í leikja heiminn. En þar tók maður við stjórn Guðs sem stjórnaði fylgjendum sínum. Leikurinn bauð upp á sérstakt Gott og Vont kerfi þar sem hlutir sem þú gerðir (hvort sem góðir eða vondir) sýndu þitt rétta eðli sem góðs eða ills guðs. Einnig bauð hann upp á góða gervigreind sem “gæludýrið” þitt hafði. Það leyfði því að læra hluti eins og hvað það mætti borða t.d. hvort það ætti að borða hveiti eða manneskjur.

Black & White: Creature Isle
Þetta er viðbótin sem kom fyrir Black & White og einbeitir sér aðallega að dýrinu þínu og mini-leikjum með því.

Fable
Var tölvuhlutverka leikur þar sem þú leikur hlutverk drengs sem þarf að bjarga heiminum (fer ekkert nánar í söguþráðinn til að skemma ekki fyrir öðrum). Hann bauð upp á það að geta lifað í heimi eins og manneskja. Hann bauð líka upp á eftirfarandi hluti: t.d. komu nótt og dags, giftinga, eigu húsa, spilarinn gat klæðst mismunandi fötum, breytt hárgreiðslum og bætt á sig húðflúrum. Peter Molyneux hafði reyndar lofaði fleiri hlutum í leiknum sem urðu því miður að taka út í framleiðslu.

Fable: The lost chapters
Er endurgerð af upprunalega leiknum. Hann bætti við auka “Questum” og fleiri skrímslum, hlutum og bæjum (Að mati sumra var fyrri leikurinn full stuttur).

Black & White 2
Er annar leikurinn í Black & White seríunni en hér leikur þú einnig guð. Leikurinn býður nú upp á að hafa herdeildir og byggingu veggja. Einnig var gervigreindin fyrir dýrin verulega bætt og komst meira segja í heimsmetabók Guinness fyrir hæfileika sína. Þó hafa aðdáendur orðið fyrir nokkrum vonbrigðum og segja að hann ekki ná sama marki og fyrsti leikurinn hafði.

The Movies
Er uppbyggingar leikur sem býður þér upp á það að stofna kvikmyndafyrirtæki og búa til bíómyndir. Leikurinn bauð upp á þá nýjung að leyfa þér að búa til þínar eigin bíómyndir og talsetja þær, sem þú gast svo auðveldlega sett á netið til þess að annað fólk gæti notið þeirra.

The Movies: Stunts & Effects
Er viðbót við fyrri leikinn og bættir við áhættu-atriðum, áhættu-leikurum, nýjum brellum og leikmunum.

Black & White 2: Battle of the Gods
Er viðbót við Black and White 2 sem leyfir spilaranum í fyrsta sinn að berjast við annan guð, og bættir einnig við fleiri kraftaverkum og dýrum.

Þetta er það helsta um Lionhead fyrirtækið og leikina þeirra.

Auka heimildir eru fengnar af Wikipedia (ef ég persónulega hef ekki spilað leikinn sjálfur).