Nauðgun og sifjaspjöll í Fable 2?

Ég ætla bara að byrja þessa grein með einfaldri spurningu ætti Fable 2 að vera myrkur og þegar ég segi myrkur þá meina ég það myrkur að hann innihaldi nauðgun og sifjaspjöll?

Mörgum finnst nauðgun vera eitt það versta sem getur komið fyrir einhvern og er ég samþykur því, en ef að leikurinn er bannaður innan 18 og hann er “frjáls” leikur eins og Fable 2 á að vera þá ætti nauðgun að vera val. Þú ræður hvort þú fremur þetta hroðaverk eður eigi, og yrði þetta þá það versta sem þú gætir gert, sem sagt gæfi flest “vond-stig” en þú er spurningin leggst þú það lágt að láta persónuna þína fremja þennan glæp?

Vegna þess að í Fable 2 á að vera hægt að eignast börn ættu sifjaspjöll að vera að fræðilega möguleg. Sjálfur er á móti sifjaspjöllum en sifjaspjöll eru andsnúin menningu okkar vegna þess að börn systkina eða skylds fólk hefur hærri líkur á allskyns genagöllum, eða það er næstum öruggt að barnið fæðist með einhverskonar genagalla, en ef að segjum að tvö systkini elski hvort annað aðeins meira en venjuleg systkini þá ætti það að vera í lagi svo lengi sem þau fara ekki að hugsa um fjölgun í fjölskyldunni því að það væri rangt gagnvart barninu, og því ættu sifjaspjöll að vera annað dæmi mjög um vondan hlut í Fable 2 sem er samt ekki eins slæmt og morð ef enginn krakki kemur undir en er verra en morð ef að fjölgun verður.

Að lokum vil ég taka fram að Lionhead hefur lýst yfir að nauðgun og sifjaspjöll verða ekki í Fable 2, þetta er orðrómur sem hefur sprottið upp á hinum ýmsu “forums” og sjálfur er ég glaður að þetta verður ekki í leiknum en mig langar að vita hvað ykkur finnst um málið.
<Blank>