Jamm, vinnufíkillinn Peter Molyneux og restin hjá Lionhead mun aldrei hætta. Stuttu eftir að B&W kom út, þá hófu þeir vinnu við B&W Creature Isles, sem er einfaldlega aukapakki sem byggir á óskum áhangenda. Hérna er meira horft á dýrið frekar en litlu kallana, sem eru góðar fréttir.

Eftir að Nemesis var drepinn, fannstu einhverja eyju fulla af öðrum dýrum, sem öll voru að eltast við eitthvað kvenndýr í von um að fá að fjölga sér með því. Dýrið þitt, sem verður náttúrulega yfirkomið af greddu við fréttirnar, ákveður þá að reyna að taka þátt í þessu kapphlaupi. Og, í einhverju vitsmunakasti, ákveður dýrið þitt að ættleiða annað dýr sem son…

Að sögn Lionhead mun BW:CI vera einfaldlega eitthvað sem við báðum um, t.d. meiri fókus á dýrið og svo krókódíllinn!


Og Peter var ekkert að stoppa með þetta, heldur hefur hann líka staðfest að B&W2 mun koma út, á bæði X-Box og PS2, þótt ekkert hafi verið minnst á PC útgáfu. Í B&W2 munu þorpsbúar t.d. getað farið í stríð við önnur þorp, og hægt er að “posessa” dýrið eins og í Dungeon Keeper…

Tenglar:

<ahref="http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2811212,00.html“ target=”_blank“ >B&W2 í GameSpot</a>

<ahref=”http://www.gamespy.com/previews/september01/creatureisles/“ target=”_blank" >GameSpy umfjöllun um BW:CI</a