Hvernig láta skal kvikindið stækka Ég hef tekið eftir því að á korkunum spyrja margir um það hvernig maður láti dýrið sitt verða stórt þannig að ég hef tekið til svona nokkur tips sem gætu komið að gagni:

<ul>
<li>Gefðu honum að borða þegar þörf nær 50% (Cirka 500-1000 einingar, fer eftir stærð)
<li>Gefðu að drekka ef að þörf fer yfir 75% eða ef að honum er heitt (sjá creature cave, F5)
<li>Kenndu honum mikið af kraftaverkum og láttu hann nota þau stundum (hann fær athygli þannig)
<li>Skreyttu heimili hans með trjám, steinum, sveppum, dýrum og drasli, því að þá líður honum betur heima hjá sér. og hann stækkar hraðar þar
<li> Reyndu að hafa hann á skjánum mikið og hendina nálægt honum, strjúktu honum/sláðu hann oft (fer eftir aðstæðum) og kenndu honum kraftaverk.
<li>Hafðu hann mikið í ólinni, þá fær hann athygli og stækkar hraðar.
<li>Það er víst hægt að láta hann borða einhverja hvíta sveppi, en það er ekkert mjög sniðugt, bezt er að láta þetta koma með aldri og þroska, því að þá misnotar hann ekki stærð sína (það er tildæmis vont ef að risa api gengur berserksgang í þorpinu þínu!).
<li><u>Alltaf</u> láta dýrið fara að sofa heima hjá sér, leashað við tré, innan við girðinguna, og alltaf líka láta hann sofa um nætur á sama stað, ef að svefnþörf fer yfir 75% (því lengur sem hann sefur, því betra!), en ekki láta hann verða latann!
<li>Láttu hann borð misjafnar fæðutegundir, kannski hænist hann að einhverri tegund og þá veistu hvað er bezt að gefa honum og hvað hann sækir í.
<li>Stærð kemur með aldri! Dýrið þarf tíma til að stækka, apinnn þarf að verða næstum 20 ára(klukkutíma) þegar röddin í því fer að dýpka!
</ul>

Svo eru líka nokkur atriði sem láta hann minnka, þau eru eftirfarandi:

<ul>
<li>Ef að einhver þörf fer uppí 100%, þá hverfur apinn og birtist heima hjá sér, þá minnkar hann lítillega, þannig að ekki láta þarfirnar 3 fara yfir 100%!
<li>Engin athygli
<li>Vanlíðan
<li>Ljótt heimili
<li>Lélegt uppeldi (ekki vont, hedur lélegt!)
</ul>

Ég vona að þetta hafi komið einhverjum að gagni, því að B&W er mjög skemmtilegur leikur, og verður miklu skemmtilegri þegar dýrið fer að stækka eitthvað af viti! Þá er hægt að keppa online, og gera fullt af hlutum. Auk þess er plásturinn algjört möst! Hann má fá <a href=”http://www.bwgame.com”>hér</a>.

Kveðja,
Björn Brynjúlfu