The Movies Nú held ég bara að það sé kominn tími fyrir að breyta nafninu á þessu áhugamáli í Lionhead Studios leikir og búa til kork sem fjallar einungis um The Movies.. <– þessi leikur er aðal málið í dag.

Vegna vonsvikni minnar af Black & White 2 hef ég verið mjög latur að vera hérna undafarna daga en ég vona að það breytist eftir komu “The Movies”. Ég skal reyna að búa til síðu sem fjallar um “The Movies” og stunda það jafn vel og ég gerði á hápunkti Black & White 2 æðis míns. :)

Í The Movies byrjarðu einungis sem eigandi nokkurs stórs lands, með draum um að byggja þitt eigið kvikmyndaver. Árið er 1925 og þú ert með skjalatösku fulla af peningum. Það fyrsta sem þér er ráðlagt að gera er að ráða fólk, til þess þarftu að byggja skrifstofur. Rétt eftir að þulurinn hefur sleppt orðinu eru komnir nokkrir einstaklingar sem vilja fylla stöðu leikara, leikstjóra, aukaleikara (extra), húsvörðs og fleira.

Þegar þú ert búinn að velja þér stjörnur ferðu að íhuga að búa til myndir, til þess þarftu sett, til þess að taka upp myndina þína.
Fyrsta myndin verður ekki uppá marga fiska, enda árið 1925 og fólk lítið heyrt um Kvikmyndir, hvað þá heilu Kvikmyndahúsin. Myndin er í svarthvítu með engu hljóði, eins og ætlast má til á þessum tíma.

Þegar nær dregur að nútímanum lætur þú vísindamennina þína rannsaka ný tæki og tól svo þú getur verið fyrstur með nýjungarnar í kvikmyndabransanum, þú færð lit á myndirnar og að sjálfsögðu tal.

Það sem mér finnst það skemmtilegasta við þennan leik, er að búa til mínar eigin myndir og tala síðan inná þær og sjá hvernig persónurnar hreyfa munninn með orðunum sem ég lét þær hafa, ójá þú last rétt. Kerfið virkar þannig að þú bara tekur upp með hljóðnema þar sem þú vilt hafa hljóðið og lætur einhvern af leikurunum fá það og hann hreyfir varirnar með.

Ég mæli eindregið með þessum leik, hann fæst í BT á skítnar 4.750 kr. síðast þegar ég vissi. Peter Molyneux hefur nú sýnt að það er ekki öll von úti fyrir hugmyndir hans (eins og hann klúðraði Black & White 2 (á sumar vegu, fyrir okkur hérna sem spiluðum Black & White 1 með kjálkann á gólfinu :)
Bara.. tilbúinn.. ?