Eins og glöggir spilendur Black and White hafa tekið eftir er dýrið búið flókinni gervigreind. Þessi greind var lengi í þróun og langt frá því að vera vandræðalaus. Hér á eftir fara tvær sögur af hegðun dýrsins meðan það var í þróun.

Það fyrsta sem þarf að kenna dýrinu er að verða sjálfbjarga með fæðu. Þá má raða eða gefa dýrinu ýmsan mat t.d. ýmis dýr eða korn. Þetta höfðu forritarar leiksins gert í einni af fyrstu kennslustundum dýrsins sem þeir voru að þjálfa. Dýrið gat valið um kýr, hesta og korn en þrátt fyrir það úrval beygði það sig niður og át á sér fótinn. Svo sem lítið meira um þetta að segja en það að þetta hafði hvergi verið forritað neinstaðar.

Annað atvik gerðist fyrir dýr sem var orðið mun reyndara, nokkurra mánaða gamalt. Það var að keppa við annað dýr í steinakasti og gekk bara bærilega. Á öðrum stað rétt hjá var hús í ljósum logum. Eitt dýrið fann þá upp á því að taka stein og kveikja í honum (hvernig sem það er nú hægt). Það kviknaði í honum og dýrið lét steininn niður og beið eftir að keppinauturinn myndi taka hann. Hann gerði það og skað brenndi sig. Þetta var auðvitað snilldarleg hugmynd sem ég átti mig ekki á hvernig dýr einungis byggt upp á if forritunarkóða gat fundið upp á.