Fable TLC Fable kom út fyrir u.þ.b ári síðan en aðeins fyrir Xbox. Fólk var frekar vonsvikið vegna þess að mörgu því sem var lofað í leiknum var hætt við. Núna hefur Lionhead Studios tekist að færa Fable yfir á PC og ekki aðeins það heldur bættu þeir inn alveg fullt af aukaefni (og ég meina fullt).

Í Fable tekurðu fyrst að þér hlutverk sem lítill strákur sem missir fjölskyldu sína í árás á littla bæinn sem hann bjó í. Eftir að hann kemst rétt svo lifandi frá því þá kemur Hetja og bjargar honum og ákveður síðan að taka hann og þjálfa hann til þess að verða Hetja í þessum heimi sem heitir “Albion”.
Farið er í gegnum líf hans, en það sniðuga við þennan leik er að það sem þú gerir hefur áhrif á allt t.d ef einhver biður þig um hjálp þá getur þú valið hvort þú hjálpar honum eða bara drepur hann.
Ef þú hjálpar honum, og fleirum, þá byrjarðu smátt og smátt að fá ljósara hár og englabaug(man ekki hvað það heitir) yfir hausinn á þér, allt fólkið fer að virða þig og allar stelpurnar falla fyrir þér ;).
Ef þú hinsvegar ákveður að drepa hann bara og fleiri á þeirri leið þá byrjar hárið að dökkna og detta af, fólk byrjar að hlaupa inn í húsin sín þegar þú stígur í bæinn og verðirnir í bæjunum taka sérstaklega eftir þér.

Ég mæli eindregið með þessum leik vegna þess að þetta er (eins og allir leikir frá Peter Molyneux) alveg einstakur leikur og þú finnur engann annnan líkann honum.
Bara.. tilbúinn.. ?