Elm og Upphafið “Barnið er að drukkna! Hjálpið því!!”.
“Ó hvað ég vildi að það væri einhver hér sem myndi hjálpa okkur!”
Konur féllu í yfirlið og karlmennirnir í bænum urðu hræddir þegar þessi undarlega sjón blasti við þeim , barnið sveif yfir vatninu.
Það virtist vera sett ljúflega á jörðina við fætur forviða foreldranna og vaknaði eins og af værum blundi og hvíslaði “Takk … fyrir…”.
Konurnar stóðu upp og fólkið fór að tala saman um hvað hefði skeð , barnið sem hafði verið blandað lagðist á hnén og fór svo á fjóra fætur og tilbað hinn nýja guð sem virtist hafa bjargað því.
Áhrifin virtust fara eins og eldur í sinu , fólk féll sjálfkrafa á fjóra fætur og tilbað guðinn.
Barnið hét Elm , 6 ára strákur. Hann hafði farið að synda um kvöldið þegar það leið yfir hann og foreldrar hans gátu ekkert annað gert en að öskra eftir hjálp.
Fólkið fór hægt á fætur og byrjaði að tala um hvað það ætti að gera fyrir nýja guðinn sinn.
Öldungur í bænum kom með þá tillögu að reisa hof , guðnum til heiðurs , og fólkið var ekki lengi að íhuga þetta og tók strax til óspiltra málanna við að reisa hof.
Hofið reis á mettíma , enda virtist guðin hjálpa dag og nótt við að gera hofið tilbúið sem fyrst.
8 ár liðu og guðinn hjálpaði íbúum þorpsins daglega , við hverskonar verk , hvað sem er. Eitt virtist hann ekki geta , kraftaverk.
Allir höfðu heyrt um þau hjá öldugunum en guðinn sem var kominn virtist enginn kraftaverk kunna.
Dag einn kom gífurleg rigning , upp úr þurru kom rigningin og vökvaði yfir kornakranna , enginn vissi hvað skeði fyrr en þeir litu til hofsins. Það leit öðru vísi út en aðra daga , það lýsti af sér hvítum skærum ljósum og eldarnir sem voru kveikir fyrir utan dyr hofsins loguðu glatt. Bærinn tæmdist algjörlega , slasaðir , ungir , aldnir , konur , karlar , börn og unglingar þyrptust að hofinu og horfðu á það.
Skært ljós birtist svo á brjóstkassa þeirra allra og það var eins og öllum þeirra vandamálum , sorgum , verkjum og áhyggjum væri kastað í burtu , fólkinu leið yndislega.
Elm sá þá strax , trú þeirra á guðinn gerði hann sterkari og færari um að gera góðverk fyrir fólkið.
Hann lokaði augunum , féll á hné og tilbað guðinn líkt og allir þorpsbúar gerðu.
Semper fidelis