Það mesta sem ég veit Jæja, þá er það loksins komið á hreint að Black & White 2 kemur út
frá enda september til byrjun október, þetta eru vissulega gleðifréttir
fyrir okkur nördanna.. ;)

Það er kominn of langur tími síðan að það var skrifuð grein hingað og
nokkuð líf hefur látið sjá sig, en það breytist allt eflaust eftir að
BW2 kemur út, en þangað til verðum við að tala um hvað hann verður
geggjaður þegar hann kemur út.

——–

Ætli það sé ekki fyrst og fremst þess virði að láta vita að Black & White 2 er orðin
Alpha, sem þýðir að söguþráðurinn og allt sem tengist leiknum er fullklárað nema þeir
eru bara að laga villur og galla. Eftir þetta verður leikurinn kominn í Beta og þá
styttist óðum í þetta, þegar hann er orðinn Beta þá er fólk að prufa hann og gefa
BWStudios skýrslur um villur sem þeir fá og e-ð sem þeim finnst þurfa að fínpússera

OG SÍÐAN KEMUR HANN ÚT :)

——–

Margt er búið að gerast síðan síðasta grein mín kom út og ég hef ekki
tíma til þess að rifja öll screenshot-in upp þannig að ég ætla bara að
segja að hérna eru öll screenshot-in sem þið þurfið þangað til að leikurinn sjálfur kemur út.. :)

——–

Einnig eru mörg myndbönd búin að koma út og er ein sería af myndböndum
sem er til þess að sýna öll kraftaverkin í leiknum (í dag eru komin
Fireball, Lightning og Water kraftaverkin en næst má búast við Heal)
þessi myndönd eru að finna hér og hér

Hin myndböndin eru úr þætti sem heitir Giga og er skipt niður í 4 hluta
(trúiði mér, þetta er þess virði að eyða utanlandsdownloadi) :)

Part1
Part2
Part3
Part4

ég er varla að trúa grafíkinni og gæðunum á þessum leik, hættir aldrei að koma
mér á óvart :)

——–

Hérna er síðan smá concept art, sem eru teikningar
af hlutunum sem eiga að vera í leiknum en þetta eru aðeins teikningar og er
ekki víst að það sé nákvæmlega eins í leiknum, en auðvitað nauðalíkt :)

——–

Þetta ætti að vera nóg í bili, flott að fá nýja grein inn loksins og ég vona að sjá ykkur lifna aðeins við :)

og í sambandi við icebw.tk þá veit ég að ég er búinn að vera soldið latur með að uppfæra
hana og slíkt en það gæti vel verið að það breytist ef ég fæ einhver svör frá ykkur
að þið viljið að ég haldi áfram með hana :)

Amen og góða nótt ;D
Bara.. tilbúinn.. ?