Black & White er nýr leikur úr smiðju Peters Molyneux, en hann er þekktur fyrir marga leiki eins og t.d. Populous. Hann vann lengi fyrir Bullfrog, sem að gáfu út meistaraverk eins og Syndicate, Dungeon Keper, Magic Carpet og einnig Theme Park. Seinna hætti hann hjá Bullfrog og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Lionhead Studios. Bullfrog er nú ekki lengur á meðal vor, en til allrar hamingju lifir andi þess en í Lionhead.

Black & White gerist í landi þar sem að guðir ráða ríkjum. Tveir foreldrar biðja einhvern um að bjarga syni sínum og verður það til þess að þú ert kallaður niður frá himnunum. Fólkið fer að trúa á þig og innan skamms reisa þeir hof til heiðurs þér.

Leikurinn sjálfur gengur út á að ná undir sig eins miklu landsvæði og hægt er og þorpum sem að eru dreifð um hinar ýmsu eyjar þar sem að stríðin eru háð. En þó eru engir hermenn í þessu stríði, því að í staðinn nota guðirnir kraftaverk til þess að koma vilja sínum á framfæri. Hægt er að kalla fram ýmis “vond” kraftaverk eins og eldkúlur, eldingar og storma auk annarra “góðra” kraftaverka eins og lækningu, rigningu og mat.

Þó er margt annað við þennan leik. T.d. eru það dýrin sem að er næg ástæða til að eignast leikinn. Gervigreind þeirra er stórfengleg og er hægt að kenna þeim margt. Hægt er að þjálfa þau til að gera margs konar hluti og breytast þau svo eftir því hvernig þau haga sér, þ.e. þau verða björt og skínandi ef þau eru góð en fá kannski horn og allskyns rákir á sig ef þau eru vond.

Black & White er leikur sem að allir ættu að eiga.

<a href="http://main.bwgame.com/index.shtml?userid=d5f7b35139f8cdbc0a71bb5e5391452c“>Black & White heimasíðan</a>
<a href=”http://www.planetblackandwhite.com/">Planet Black & White</a