Ég man þegar ég fékk Black&White, eins og það hefði gerst fyrir fáeinum árum. Sænskir vinir foreldra minna höfðu verið í heimsókn, og þegar þau fóru aftur þá gáfu þau mér tölvuleik að eigin vali (Svíar eru bestir!). Ég hafði nýlega lesið mér til um Black&White í PC Gamer og datt í hug að það gæti verið eitthvað varið í hann. Ég keyrði hann upp í tölvunni, og viti menn! Flott byrjunar auglýsing, og tónlistin heldur ekki af verri endanum. Mér reyndar brá dálítið þegar að Samviskurnar komu allt í einu, því að aldrei áður hafði ég séð djöful í G-Streng! En mér þótti svakalegt hvernig ég hafði Hönd Guðs, og hvernig ég dró mig áfram.

Það var líka gaman að læra hvernig ég tek upp við og mat, en skemmtilegast var þó þegar ég fékk fulla stjórn yfir hlutum. Margir þorpsbúar, tré, kýr og grindverk fengu að fljúga um loftið. Því miður var tölvan mín ekki alveg nógu góð fyrir leikinn (ekki nógu mikið innra minni) þannig að leikurinn hökti (Laggaði (fyrir CS hórurnar ;))) og þar af leiðandi náði ég eiginlega aldrei að grípa fólkið aftur :(. Það má samt ekki segja að ég hafi hætt að kasta því þótt ég gæti ekki gripið það :P.

Svo, eftir að hafa leyst nokkrar skemmtilegar þrautir þá þurfti ég að velja mér dýr. Mér persónulega fannst það afskaplega flott (á þeim tíma) hvernig ég fór í gegnum hliðið, meðfram ströndinni og inn í dalinn og að sjá kúna, tígrisdýrið og apann. Ég var lengi að velja mér dýr, því ég gat aldrei ákveðið hvað mér fannst best; Gáfur, styrkur eða blanda af báðum. Á endanum valdi ég tígrisdýrið því það fór að snökta þegar ég ætlaði að velja kúna, og það fór alveg með mig;).

Það var gaman að kenna tígrisdýrinu, þótt að það væri frekar vitlaust og hefði gaman af því að éta þorpsbúa og steina. Ég var tvímælalaust á því að þetta væri besti leikur sem ég hefði/myndi spila (ég vissi náttúrulega ekki af Black&White 2 :D) en svo skeði það sorglega! Tæplega hálfu ári síðar fékk pabbi sér nýja tölvu, sem réði léttilega við B&W. Útaf einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ég eitthvað feiminn við að spyrja hvort ég mætti setja B&W inná nýju tölvuna, svo ég gerði það eina nóttina til að sjá hvernig leikurinn spilaðist á henni. Það var undursamlegt, miklu skemmtilegra að spila hann á góðri tölvu. Svo datt gáfnaljósinu mér í hug, af því að ég vildi ekki spyrja pabba (veit ennþá ekki af hverju :P), að þá myndi ég bara eyða öllum ummerkjum um leikinn, bæði eyddi ég leiknum úr Start OG ÚR PROGRAM FILES!! Sem sagt, ég kunni ekki mikið á tölvur í gamla daga :). Þetta var sorglegt, ég gat náttúrulega ekki spilað leikinn lengur EN ég gat heldur ekki sett hann aftur inná eða tekið hann útaf, þannig að hann var fastur svona.

Ég huggaði mig við það að ég gæti ennþá spilað hann í gömlu tölvunni en þá vildi svo skemmtilega til að kærasti systur minnar (sem að tölvan var hjá) var að hreinsa til í gömlu tölvunni og gerði það sama og ég! Sem sagt, ég gat bara alls ekki spilað leikinn fyrr en að ný tölva kæmi. En ég gafst samt aldrei uppá B&W, ætli ég hafi ekki verið sá sem hafi hugsað mest um hann jafnvel þótt ég gæti ekki spilað hann (ég er tölvuleikjanörd, og ég er STOLTUR af því!). Ég beið í rúmt ár, þar til ég fékk loksins mína eigin tölvu, og hef spilað Black&White æ síðar!
Núna hvet ég ykkur öll til að taka mús í hönd, og spila Black&White eins og vitleysingar! Hugsið bara hvað þið eruð heppin að geta spilað hann :P.
Kveðja, Sigtryggur




ES: Einhverjir muna örugglega eftir þessu, ég skrifaði dálítið um þetta fyrir svona einu og hálfu ári síðan, en mér datt í hug að það væri gaman að skrifa um þetta aftur. Ég hef reyndar ekki skrifað um það þegar ég fékk leikinn fyrst, svo bannað að kalla mig stigahóru :D