Ég er skrýtinn. Mjög svo (þótt að þið vitið það örugglega þegar).


Undanfarið hef ég aðallega verið að spila sem vondur guð og var að komast í land númer 3. En margt er búið að breytast. Í landi 2 var ég afskaplega vondur, lét fólkið mitt svelta (ég hefði getað gefið þeim mat) og já, var með tíðar fórnanir (ég gerði alltaf mikið úr þeim, reyndi að hafa það þannig að fólkið væri að fórna öðru fólki, don't ask me how :P) og kveikti svo í húsum. Til dæmis má nefna að ég var búinn að spila mjög lengi og það bjuggu um 1300 manns í landinu. Hjá Lethys voru næstum allir að dýrka hann (worshipa) og af því að ég átti svo mörg Wonder náði Influencið mitt langt út fyrir hofið hans. Bæði var ég með mörg Indíána þorp sem bæta eldinguna og svo var ég kominn með Lightning Increase. Þið getið ímyndað ykkur hvað gerist, allavega fór fólksfjöldi í landinu úr 1300 niður í svona 1060.

Því má bæta við að ég hló ógeðslega á meðan ég gerði þetta, og tók fáeinar myndir (screenshot) af “fjöldamorðinu”. En allavega, þetta var afskaplega gaman. Það komu alltaf fleiri og fleiri til að halda áfram að dýrka Lethys svo að þetta var næstum endalaust stuð. Eftir að fólk var hætt að koma fór ég svo með eldbolta og grýtti þeim í næstum mannlausa bæina. Samt voru nokkrir þar ennþá, sofandi í húsum, sem hlupu út öskrandi þegar að það kviknaði í þeim. Mörg hús brunnu niður þennan dag…

En svo fór það, að ég náði einu þorpinu og Lethys fór þess vegna með dýrið mitt í Vortexið. Ég rústaði hofinu hans Lethysar, tók mikinn mat, við, kraftaverk, Scaffolds og fólk og fór í gegnum Vortexið. Ég hóf strax byggingu á ýmsum húsum, og tók svo eftir Fireball Increase kraftaverki sem ég hafði tekið með mér. Ég notaði það, fékk eldboltana og ætlaði að henda þeim í kínverska bæinn. Ég gerði það, en fannst það ekki eins gaman og áður fyrr. Ég fékk móral!! þegar að ég sá fólkið grátandi við lík nokkura sem höfðu lent í eldinum. Af því að ég gat ekki slökkt í eldinum með vatnakraftaverki henti ég stormi til þeirra sem slökkti í öllu.

En þetta gleymdist fljótt og ég fór að byggja fleiri og fleiri hús. En eftir fáeina klukkutíma af byggingu áttaði ég mig á því að ég hafði ekki drepið neinn fyrir utan kínverjana í byrjun! Í staðinn hafði ég verið nokkuð góður (ég fórnaði reyndar dauðum gauk, en það er ekki svo vont held ég:P), dreift mat og við útum allt og hafði læknað fólk dálítið oft. Þá sá ég hinn hryllilega sannleika, ég var að verða góður! Ég, Sigtryggur, sem hafði drepið örugglega um hundruði þúsunda í B&W um árin og sem átti vondan úlf. Þetta var dálítið sjokk (sér í lagi því að ég er þegar með góðan guð) þannig að ég ákvað að taka mér fáeina daga frí frá vonda guðinum, sjá hvort að ég gæti ekki orðið vondur aftur :P. Ég held að þetta sé einni FanFic sögu að kenna (http://www.kayssplace.com/stories/pafiledb.php?action= file&id=4), hún er skrambi góð en þið skiljið hvað ég meina ef þið lesið hana ;)

Jæja, þetta var það sem ég vildi segja frá, vonandi er þetta ekki of langt…
Ég vona að það komi jafn mörg/meiri svör við þessari grein og hinni :P
Kveðja, Sigtryggu