Um helgina var LAN í skólanum (í 24 klukkutíma) sem ég tók þátt í og ætlaði ég að spila Black&White á fullu! Því miður gat ég bara spilað einn leik (tengingar örðuleikar og þannig) en ég ætla að lýsa honum aðeins.

Ég var að spila við hann Orra vin minn, og var þetta góður vs góður guð í 2gods borðinu. Hann var með nokkuð góðan apa sem heitir Snoogles (minnir mig) og ég var með 100% góðan Zebrahest sem heitir Zebbi. Leikurinn byrjaði nokkuð venjulega, ég var snöggur að senda dýrið mitt út að ná í þorp, náði í Norse og Egypska þorpið eiginlega um leið og svo kom Gríska þorpið skömmu síðar.

Það gekk hálf brösulega að ná í mat handa þorpunum og það pirraði mig dálítið. Pirringurinn yfir matnum, pirringurinn yfir erfiðleikunum með tenginguna og svo að ég er bara búinn að vera að spila sem vondur guð undanfarið var að gera mig reiðan! Ég varð það reiður að ég fór að gera vonda hluti! Fyrst brytjaði ég niður steina, og fór að grýta þeim í Orra. Ég kastaði svona 30 steinum, og náði að brjóta slatta af húsum í þorpinu hans (hann hafði 1 þorp). Orri sagði: “Svei þér!” og hóf gagnárás. Hann var miklu hittnari með steinana en ég, svo að ég ákvað að senda dýrið mitt að “skemma bæinn hans aðeins”.

Zebbi fór yfir í hans bæ, ég leashaði hann við Town Centerið hans Orra með Leash of Aggression og Zebbi hóf að grilla fólkið hans með Lightning Extreme. Orri sagði aftur: “Svei þér!” og fór að henda steinum og trjám í Zebba. Zebba líkaði þetta illa og notaði Megablast Increase á eitt húsið hans Orra. Þar fór mestmegnið af þorpinu hans Orra. Ég eyðilagði svo nokkur hús með eldboltum sem ég grýtti úr Gríska þorpinu. Svo notaði ég eldingar og eldbolta til að drepa flesta í indíána þorpinu (sem er rétt hjá fyrsta hofinu hans, held að það hafi verið indíánar þar, er samt ekki viss!) sem hann hafði náð í.

Eftir að láta Zebba sofa fór ég aftur með hann að ráðast á hofið hans Orra. Eftir tvær árásir náði Zebbi loksins að eyða hofinu, og Orri var sogaður INTO THE VOID!!! Og ég hló, ég hló, ég skelliskellihló!

Mér fannst þetta mjög skemmtileg keppi en Orra var ekki eins skemmt, því að við ætluðum báðir að vera góðir. Eftir þessa keppni hef ég áttað mig á því að ég er vondur inni í mér, og ætla núna að stefna að heimsyfirráðum!! Múhahahahaha!
Kveðja, Sigtryggu