Jæja, sendi loksins um grein um kvikindið þótt að það hafi eyðst út af tölvunni:(.



Einhvern tímann í desember byrjaði ég með nýjan kall í B&W, kallaði hann Sigtrygg (ég er pínku hugmyndasnauður gagnvart nöfnum). Hann Sigtryggur valdi apa sem dýr, og fór að kenna honum ýmislegt. Apinn var rosa duglegur að læra en hafði samt sjúklega gaman að áreita kindur. Allavega, apinn (sem ég kallaði þá Da Monkey) lærði mjög hratt og var fljótt búinn að læra öll kraftaverkin sem hann gat lært fyrir utan Megablast Increase (því miður geta dýrin víst ekki lært Megablast Extreme:(). Klukkustundirnar liðu, og hann óx og óx.


Seinna breytti ég yfir í blettatígur (4. borði) og var alveg SÜPER ánægður með hann, verst bara hvað hann var vitlaus! Mér líkaði það ekki svo að ég hoppaði yfir í 5. borð og fékk mér ljónið. Í gegnum leikinn hafði Sigtryggur verið vondur og hafði ískyggilega gaman af því að kveikja í hlutum (fólki, húsum, steinum, you name it) og náttúrulega hafði ljónið (kallað núna Phobos) lært af Sigtryggur og orðið vont. Það gekk um og notaði Megablast og Fireball Extreme og allt það á allt sem það sá (það var mikið um mannlaus þorp þangað til að ég kenndi því að miða í rétta átt:D (his villages, you fool, not mine!)).

En í byrjun janúar sá Sigtryggur ljósið! Hann flengdi dýrið sitt til andskotans fyrir að vera vont við fólk, hann hafði nóg af mat og við handa fólkinu sínu, hann byggði fullt af húsum fyrir fólkið sitt (í þessari góðmennskuvímu sem ég var í elskaði ég bara fólkið) og læknaði það ótt og títt. Og eina nóttina náði Sigtryggur að fara úr 100% illum yfir í 100% góðan! Eftir þetta erfiði var Sigtryggur ofboðslega þreyttur (klukkan rúmlega 4 að nóttu) og fór að sofa.


En næsta dag hugsaði hann: ‘Dýrið mitt er 74 ára gamalt, samt er það lítið!’. Þetta var ekki nógu gott, dýrið var náttúrulega ekki pínulítið en það var ALLS EKKI STÓRT! Sigtryggur fékk lost, hann áttaði sig á því að eitursveppir og steinar hafi ekki verið gott mataræði fyrir dýrið. Þess vegna festi Sigtryggur Phobos við tré (sem var í Creature Cave), setti rúmlega 60.000 af mat þangað, hraðaði tímanum og fór í skólann. Sigtryggur hugsaði með sér þegar hann gekk út: ‘HAH! Nú verður dýrið mitt stærsta dýrið í öllum heiminum! HAHAHAHAHAHAHAH!’. En það var rangt. Því að leikurinn er það skemmtilegur hjá Sigtryggi að ef maður gerir ekkert í hálftíma frýs hann. Þessu komst Sigtryggur að þegar hann kom heim, og mörg tár féllu við að sjá þetta! Eina lausnin var, að Sigtryggur þurfti að sitja við tölvuna og dúlla sér á meðan dýrið át og svaf. Phobos komst ekki í Guide stærð, en hann varð samt miklu stærri.

ÞVÍ MIÐUR, þegar að dýrið var orðið svona stórt og gott, þá varð itthvað Screw-up með leikinn svo að það þurfti að reinstalla. Okei, Sigtryggur geymdi dýra-skránna, tók leikinn út af tölvunni, og setti hann aftur inn, setti svo gamla dýrið inn í leikinn aftur, og byrjaði að spila. Okei, dýrið jafn stórt og gott, skulum sjá hvað það kann. Fór inn í Creature Cave. Öskraði. Öskraði aðeins meira. Grét. You know why? Því að Phobos var búinn að gleyma öllu! Eina góða við þetta var að hann var byrjaður að kúka aftur! Okei, kenni honum allt aftur á fáeinum klukkustundum, hætti, byrja aftur seinna, þá er hann búinn að gleyma öllum vondu kraftaverkunum og nokkrum af þeim góðu! Brjálast, un- og reinstalla og reyni aftur. Núna er leikurinn þannig að hann frýs alltaf þegar ég er nýbúinn að velja dýrið. Sorglegt en satt.

Phobos, kæri vin, ég veit ekki hvort að ég geti fengið þig aftur, en þessa 73 klukkustundir sem ég spilaði með þér voru yndislegar. Ég naut þess að sjá þig misþyrma kindunum (hann haaaataði kindur). Núna ætla ég að fara og reyna að endurlífga þig, svo að ég bið bara að heilsa ykkur Hugurum.
Kveðja, Deathstalker.