Það sem ég veit Fyrst af öllu bara til þess að láta alla vita að:

ÞAÐ ER EKKI ENN BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA HVAÐA DAG BLACK & WHITE 2 KEMUR ÚT SAMA HVAÐ ÖLL BLÖÐ OG AÐRAR SÍÐUR SEGJA.

Jæja, margt og mikið er búið að gerast hjá Peter Molyneux og Black & White Studios og ég ætla að reyna að rifja flest af þessu upp (aðeins um Black and white 1, Creature isle og 2).

Í fyrstu sögðu Black and white studios (BWS) að það yrðu aðeins 5 dýr í leiknum, Tígurinn, Beljan, Ljónið, Úlfurinn og Apinn.
En það var/er ekki rétt. Núna nýlega (í byrjun des) gáfu þeir upp að ekki yrðu aðeins 5 dýr heldur 9 og ekki er ljóst hver þessi 4 önnur er (ég giska á Skjaldbökuna, Górilluna, Hestinn og einhvað annað glænýtt dýr).
Það sem að BWS voru að tala um voru 4 persónuleikar. Þeir töluðu um að þegar þú veldir fyrsta dýrið þitt þá mundi það dýr hafa þann persónuleika t.d ef að api labbar að vegg með óvina íbúa ofan á þá öskrar apinn frekar á hann og hræðir hann í burtu heldur en að nota einhvað afl. Hinsvegar ef Ljónið labbar að vegg með óvina íbúa þá lemur hann veginn og kremur íbúann.

—–

Nú er komin ný síða með öllum helstu fréttum frá Lionhead og starfsmaður Lionhead hefur tileinkað sér aðeins þá síðu. Síðan heitir www.lhtimes.com og fjallar um allt það sem er að gerast í Lionhead Studios.

—-

Núna nýlega hafa verið gefin út 2 forrit fyrir Black and white 1 og Creature Isle. Annað forritið gerir þér kleift að breyta hljóðunum í Black and white og Creature isle mjög léttilega (ég breytti t.d laginu í byrjunar intróinu þegar merkið kemur í Guns and roses - Knockin on heavens door (passar við aye ? ;P ))
Hitt hinsvegar gerir þér kleift (ef þú ert klár forritari) að búa til þínar eigin þrautir í black and white og creature isle. Þetta mun án vafa lífga við allt Black and white samfélagið útum allan heim vegna þess að núna á eftir að koma alveg stanslaust einhvað nýtt. Lenny á www.bwgarage.co.uk hefur tekið sér til og er að gera tutorial um hvernig á að búa til svona þraut.
Skellið ykkur í að fikta og fikta og lærið á þessi forrit og við munum aldrei fá leið á þessum leikjum :D.

(það er nú þegar komið ein þraut á www.bwgarage.co.uk)

—-

Ef þið viljið vera meira aktívir í Black & White Samfélaginu þá bendi ég á http://boards.bwgame.com það er alltaf fullt að ske þarna eina sem þú þarft að gera er að skrá þig inn.

—-

Nú er kominn nýtt svæði á http://boards.bwgame.com sem að er þá um Breytingar á leiknum, sem sagt auka þrautir og allskonar fariði bara og gáið að því, það er titlað sem Black & White Modification

—-

Með von um góða viðtökur

Arnar (J3rX)
Bara.. tilbúinn.. ?