Eins og flest öll vita þá verður hægt að stýra herjum í B&W 2. Til að búa til heri þá þarf maður fyrst að gera einn kall að disciple leader og hann gengur þá um og sækir fólk í her. Og þegar maður er kominn með nógu stóran hóp af fólki þá myndast flagg yfir hópnum. Þetta flagg notar maður til að stýra hópnum, til dæmis, ef maður ætlar að láta herinn ráðast á byggingu þá tekur maður flaggið og setur það á bygginguna og fólkið fer og ræðst á hana. Svo mun maður líka geta að láta fólkið elta hendina ykkar, svona eins og Leashið í B&W. En til að stækka herinn þá getur maður tekið flagg úr einum hópi og sett það ofan á flagg hjá öðrum hópi og þá blanda hóparnir sér saman og mynda stærri hóp. Þeir sem hafa spilað Medieval: Total War vita að í honum er hægt að vera með myndarlega heri. Samt kemst hann ekki nálægt stærðinni á herunum sem maður getur skapað í Black&White 2. Sjáið það fyrir ykkur, hundruð þúsunda reiðra náunga vopnaðir bogum og sverðum og ýmsustu vopnum.


Það er búið að spá því að þessi leikur hefji nýtt tímabil í PC tölvuleikjum. Eins og Martin Korda segir í PC Zone, I kid you not:D.
Kveðja, Sigtryggur.

ES: Nú er bara greinin um dýrin eftir;).