Ég er hérna að lesa PC Zone tímarit sem fjallar um Black&White 2 og þar er verið að tala um kraftaverk með öðrum hlutum. Það er sagt að það eigi að verða rosalega mikið af kraftaverkum sem verða skipt í tvo hópa, venjuleg kraftaverk sem maður getur dundað sér við og prófað með, og svo “Epic” kraftaverk sem verða hryllilega kröftug!! Og jafnvel venjulegu kraftaverkin eiga að verða glæsileg. Til dæmis með eldboltann, sem í B&W lenti eins og bómullarbolti, í B&W 2 verða ný vatnstækni, sem mun líka tengjast eldi, þá er ég að meina að maður getur tekið upp eldbolta og kreyst hann þannig að það fari að leka niður eldur úr botninum. Og ef maður heldur á eldbolta efst uppi á hæð og kreystir þá getur maður skapað litlar eldár sem renna niður hæðina. Maður getur líka kreyst eld ofan í skurði. Og þegar maður kastar honum, lendir hann eins og napalm og dreifist út. Og ef að Venjulegu kraftaverkin hljóma vel, þá ættirðu að hugsa aftur samkvæmt Peter Molyneux (snillingurinn að baki B&W leikjanna). Því að “Epic” kraftaverkin eiga að vera ólík öllu sem við höfum einhverntímann séð í tölvuleik áður, þau verða það flókin að gerð. Hlutir eins og jarðskjálftar, eldgos og hvirfilbylir eiga eftir að verða augnayndi.


Þetta er allt sem að ég nenni að skrifa núna en ég kannski hendi inn annari grein sem fjallar um bardaga og dýrin í leiknum.
Kveðja, Sigtryggur.