Black and white 2 á giga.de ! Áður en þið haldið að þetta sé bara hin venjulegi stratergy leikur, þá vil ég að þið skoðið screenshotið sem að fylgir, þetta er enginn venjulegur leikur eins og Age Of Empires eða Red Alert ónei !

Komnar eru 6 myndir um Black and white studios og þeirra verk og þrjár af þeim af Black and White 2 (að ég held) sem að fékk hár mín til að rísa er ég sá þúsundir manna koma hlaupandi að óvina veggjunum, hver og einn dettandi niður eftir örvar sem að þorpsbúarnir skjóta úr bogum sínum efst af veggjunum.

Ég greip í hárin á mér og reif eins og brjálaðingur þegar ég heyrði eftirfarandi koma frá Peter Molyneux (guðinn sjálfum sem að kom með hugmyndina af Black and white í fyrsta skipti):
“Whe are still gonna have things like fireballs and things like that, but fireball you could just throw and that was it, this time you can get a fireball in your hand and you can squeeze it and fire starts dribbling out of the fire. If you squeeze it at the top of a hill it'll run down the side of the hill and create a river of fire and if you throw it when it lands, it will land, with a big pool of fire”

Önnur kraftaverk eru komin svo sem:

Earthquake (Jarðskjálfti): Þar sem að jörðin bókstaflega rifnar undan fólkinu og skiptist í tvennt.

Volcano (Eldfjall): Stórt fjall þrýstist út úr jörðinni og eldur gýs upp og rennur niður fjallið

Þetta verður magnað að sjá.. !

Síðan sér maður þúsundir hermanna hlaupa á móti hvor öðrum og það verður hægt að sjá hvern og einn vera að skera af öðrum hendina eða stinga annan og fara á næsta.

Annað sem að var sýnt var vatnið, aldrei hefur sést jafn “detailed” vatn í neinum öðrum leik ! Enda trúði ég því þegar ég sá hann sýna því og segja frá því
Þegar þú ferð með hendina yfir þá geturðu gert stóra öldu (tital wave) og ýtt því yfir allt og alla.

Síðan ef við höldum áfram með það sem hendin getur gert þá verður hægt að taka upp fleiri hluti enn bara einn (annað en í BW1). Það var líka sýnt þegar hann fór yfir með hendinni þegar hann var góður (samt vond hendi var ekki alveg að fatta ábyggilega e-ð í scriptinu sem þeir áttu eftir að laga) þá spruttu upp blóm og allt miklu betra og grænna, en síðan breytti hann einhverju og þegar hann fór með hendina yfir þá drapst allt og dauðar rósir spruttu upp úr jörðinni.

Sýnt var þegar hann tók upp stein og henti honum á veggin og síðan ef að horft á nær þá kom stór sprunga í veggin eftir þennan stein. Síðan sagði hann að ef að dýrið þitt væri nógu og stórt og hátt þá mundi hann bókstaflega brjótast í gegnum vegginn og mölva hann niður. En ef að dýrið væri ekki nógu og stórt þá mundi hann reyna að klifra yfir hann (ÝMINDIÐ YKKUR ÞETTA OMG!)

Sýnt var líka apann þegar hann var neutral(milli góðs og vonds) þá leit hann út fyrir að vera frekar vondur en þegar ég sá hann vondann þá var það fyrsta sem mér datt í hug að ég mundi aldrei vilja hugsa um þetta andlit rétt áður en ég færi að sofa !

Ég er nú ábyggilega búinn að segja flest allt um þessi myndbönd þannig að ég ætla bara að leifa ykkur að fara á:
http://www.lennyware.com/bwgarage/2002/index.asp?page request=feature_download_001
og ná í þessar myndir sjálf :D

(hjá mér virkaði ekki hljóðið í nr. 4 og ég gat ekki dl-að 3 og 6 því að það var ekki fileplanet linkur)

og plz ekkert flame á þennan leik !

J3rX
Bara.. tilbúinn.. ?