Ég spái því að veturinn verði sá snjóþyngsti í nokkur ár en við reykvíkingar eigum það nú skilið miðað við veturinn sem við fengum í fyrra….. hann var hræðilegur. Og ég fór líka til Akureyrar vikuna fyrir páska(meikaði ekki að fara um páskana) og þar var ekki eins mikill snjór og ég hafði ímyndað mér…. það byrjaði ekki að vera einhverjir skaflar í vegarkönntunum fyrr en á Öxnadalsheiði. og undir Fjarkanum var allt morandi í steinum og rusli, En ég frétti síðan frá vinum mínum að það hefði snjóað miklu meira seinna í apríl og þeir fóru aftur í byrjum maí og þá var allt grafið í snjó.
ég er ekki bara líffæri