Vill sérstaklega benda þeim einstaklingum sem eru að fara kaupa sér brett og brettaskó i í fyrsta sinn um mikilvægi þess að huga að líkamsgerð og styrk, jafnvægi, en ekki bara fótastærð. Þeir sem eru að selja bretti þurfa líka að vita þetta.

Nú keypti ég mér breitt snjóbretti og skó fyrir löngu síðan og hef farið um á því en ekki liðið alveg nógu vel á því og oft séð aðra brettagaura sem virðast eiga mun auðveldara með stjórn á brettunum sínum og eru því meira smooth.

Ég er með frekar mjóan líkama, mjóa fætur neðan en ágæt að ofan. bara með frekar langa fætur miðað við stærð líkamans. Keypti mér skó í nr. 45-46 og þurfti því að kaupa mér breitt bretti með því. Samt er ég núna af einhverjum ástæðum kominn í skó númer 43 í götuskóm. Og mér finnst brettaskórnir líka vera orðnir of stórir.

Ég t.d. keypti mér hlaupaskó fyrir ári, gaurinn í búðinni ráðlagði mér að kaupa þannig skó að ég kæmi fingri inn á milli en ég sagði honum að ég hefði gert það seinast og þá hefði ég strax eitt klæðingunni í hælinum innan frá og það voru nike skór úr útilíf. Þannig þarna keypti ég mér skó sem ég passaði í berfættur en kom engu á milli og ég hef aldrei verið jafn sáttur með skókaup þarna. 28sm/10 í US nr/44 í Euro. Ég hef pælt mikið í þessu og mæli með að aldrei nota aukasokka þegar þið kaupið skó því þeir breikka strax innann frá um leið og þið byrjið að vera í þeim. Aðlega sig að fætinum. Hef gert þetta sama með götuskó. kaupa það minnsta sem þið komist í berfætt án þess að það meiði ykkur.

tl:dr:

-Ef þú ert með stóran fót en veika líkamsbyggingu, afkáranlegur, með langa fætur osfrv. áttu líklega ekki eftir að geta stjórnað breiðu og stóru bretti eins vel og þú vildir. Þó að þú getir auðvitað gert það en ekki eins vel og þú vildir sem kemur út í að maður dettur oftar. -Í fyrsta lagi einsog ég sagði hér að ofan prófið minnstu skónna sem þið komist í berfætt án þess að það meiði ykkur.
Því þeir aðlaga sig fljótt að fótunum og sérstaklega þar sem brettaskór eru með mikla klæðingu og því gefa þeir vel eftir innan frá.

-Ef þú ert með stóra fætur og sterka líkamsbyggingu(e. Strong constitution) þá geturðu væntanlega stjórnað stóru breiðu bretti jafnvel og aðrir stjórna óbreiðum brettum.

Muna líka að kaupa bretti sem eru sveigjanleg því þau gefa meira eftir og geta því verið auðveldari að stjórna þeim. Örugglega skiptar skoðanir en alls ekki kaupa alveg stíf, frekar sveigjanleg.