Jæja, síðasta laugardag kom Oakley liðið hingað til sölden, þar á meðal Erro Ettala, í smá photoshoot á risa kicker sem var shapeaður hérna af okkar flínku park shaperum. Sunnudaginn skoðuðu þeir pallinn í fyrsta skipti (mynd af vinum mínum við pallinn : http://photos-e.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2577/167/5/548041950/n548041950_2033228_3566586.jpg) og heimtuðu að þeir gerðu hann stærri. Shaperarnir gerðu það og þetta leit allt vel út. Í dag skelltu þeir sér á kickerinn, fannst eitthvað að honum, það var lagað. Skelltu sér svo aftur og þeir ákváðu þar og þegar að þessi pallur væri rusl og engin leið til að gera þetta, ekki ein einasta nothæfa mynd var tekin og þeir ruku úr bænum.
Aldrei séð shaperana hjá okkur jafn pirraða og fúla útí eitt né neitt, eyddu 60 tímum eða svo í að gera hann eins og þeir vildu en það var ekki nóg :P

Langaði bara að deila þessu með ykkur :)

Bætt við 15. apríl 2009 - 18:46
myndin: http://photos-e.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2577/167/5/548041950/n548041950_2033228_3566586.jpg