Ég keypti mér Option Influence 160 freestyle bretti í nóvember á seinasta ári. Ég var drulluánægður með brettið og var búinn að heyra góðar sögur af þessu bretti. Eftir frekar lélega mætingu í brekkurnar hef ég þó mætt mögulega 3x í ártúnsbrekku bara að tricka einhvað ( þó alls ekki mikið ) og svo fór ég bláfjöll núna í fyrradag. Áður en ég fór í bláfjöll og var mögulega búinn að fara 2x í ártúnsbrekku tók ég eftir þvílíkt djúpri rispu í kanntinum á brettinu við samskeyti tail-sins.. Ég var frekar pirraður en jæja, bara rispa. Því meira sem ég skoða þetta fór þetta að líta út eins og sprunga sem hefur sprungið þarna alveg í kanntinum og núna áðan fattaði ég að svo var.
Efnið inní kanntinum á brettinu er að hluta sprungið og svo myndast sprungan í brettinu svona 1 cm frá hliðinni.
Ég hef ekki notað þetta bretti NEITT og það er strax “ ónýtt ”. Ég keypti það í BRIM og núna eru öll bretti þar kláruð og ekkert á leiðinni þangað aftur fyrr en næsta haust. Haldiði að ég fái þetta ekki örugglega bætt? Þetta er hrikalegt.