Sælir, ég er að fara í skíðaferð með vinnunni 2-4 feb eins og þið eruð vonandi búin að fatta, og langar svo mikið á bretti að ég er að deyja, hef ekkert komist nema einu sinni í bláfjöll sökum vinnu (og þá var fucking rafmagnslaust!!) og þetta lítur út fyrir að vera minn síðasti séns ef veðrið fer ekki að kólna í bænum.

En ég fór að skoða veðurspánna í gær og þá var 7 stiga hiti á akureyri!! fór á hlíðarfjall.is og kíkti á vefmyndavélina og þá var allt meira og minna á kafi í snjó, en samt lokað vegna veðurs…

Þannig ef einhver akureyringur væri til í að segja mér hvernig skíðafæri er í dag og á morgun þá væri það vel þegið, því ég nenni ekki að dröslast til akureyrar með brettið, enginn snjór og enda bara á sjallanum báða dagana, get alveg eins farið í bæinn hérna heima…. þeink jú.
<img src="