Hejsa,

ég mæli eindregið með því allir stökkvi út í næstu bóka- og/eða blaðaverzlun og verði sér út um nýjasta tölublað íslenska útivistar tímaritsins Útiveru (www.utivera.is), þ.e. 6. tölublaði.

Þar er nefnilega að finna þræl-skemmtilega grein frá þeim Gunnari Óla Gunnarssyni og Magneu Magnúsdóttur.
Í fyrra vetur túruðu þau á milli skíðasvæða víðsvegar um Evrópu á Patroljeppa í leyta að púðri og fjöri og er þetta frásögn þeirra frá þessu ævintýri þeirra.

Þetta er skemmtileg og hnittin grein með flottum myndum sem ætti að fá allt vetraríþróttafólk til þess að slefa.

Tjekkit!