Ég kíkti á www.bigjump.is áðan í fyrsta skipti í svolítinn tíma.
Við mér blasti þessi hörmulega frétt:
http://www.bigjump.is/?i=8&b=4,2006&expand=50-1
Já, það er semsagt búið að hætta við Ak-Extreme snjóbrettagleðina 2006, sökum snjóleysis.
Þó gæti verið að eitthvað af þeim greinum sem að eru haldnar í fjallinu sjálfu verði haldnar, allavega vona ég það.
Það ætti að vera möguleiki þar sem að komin er snjóframleiðsla á Akureyri, en það er ljóst á þessum tímapunkti að ekkert verður í miðbæjar bigjump mótinu, sem er búið að vera fastur liður í hjörtum snjóþyrstra Akureyringa seinustu ár.

Ég sit bara með krosslagða putta og vona að það verði hægt að gera eitthvað!