Sælir brettamenn.

Jæja, nú er svo komið fyrir mér að ég hef ekki stigið á hjólabretti í fjöldamörg ár og löngunin kviknaði skyndilega aftur. Að sjálfsögðu finn ég ekki gömlu brettin mín þannig að maður verður bara að gjöra svo vel að versla sér nýtt bretti. Því er spurning mín til ykkar sem vita eitthvað um þessi mál í dag einfaldlega; Hvar er best að versla sér hjólabretti í dag? Ég býst sterklega við að ég myndi bara vilja taka einhvern complete pakka þar sem ég er alveg dottinn út úr öllum þessum pælingum með plötur, öxla, legur og dekk. Eru einhverjar búðir á Íslandi fyrir utan Smash og Brim sem bjóða upp á þetta hérlendis og er betra að versla við annanhvorn staðinn (verð/gæði)?

Með fyrirfram þökkum,
Furðufugl