Dagurinn minn byrjaði vel. Var komin upp í fjall um hálf ellefu, gott færi og ekkert allt of mikið af fólki.
Ég var að komast í hörku stuð eftir fjórðu ferðina mína og á leið í röðina þegar e-r pikkar í mig; “þú misstir þetta”.
Þá hafði fokkings ökla ólin á splúnkunýju Burton Lexa bindingunum mínum brotnað í sundur!!! Ég er búin að nota þær í hæstalagi 10x!

Súri, fúli, glataði, ógeðslegi dagur! Svo var ég að vonast til þess að þau í skíðaleygunni væru til í að lána//leygja mér ól bara svo að ég gæti rennt mér það sem eftir væri af degininum en NEI! (kúkalabbar).

Djöfull er ég pirruð! Og það var ekkert eins og ég væri e-ð að nauðga bindingunum. Smá oll hér og þar, ekki meir en það.

Þannig að nú þarf ég að fara að pæla hvort ég standi í öllu ábyrgðar kjaftæðinu.
Ég keypti bindignarnar í Frakklandi síðasta sumar þannig að ekki valsa ég þanngað og fæ nýja ól. Þá þyrfti ég að senda bindiguna til Burton Europe sem er í Innsbruck og í fyrsta lagi tæki það allavega mánuð og í öðrulagi er spurning hvort þeir myndu á annað borð ábyrgjast skemmdirnar. Argg..

Veit einhver hvort ég geti fengið varahluti þ.e. nýja ökla ól hjá GÁP? Verður hún dýr? Ég sætti mig alveg við e-a öðru vísi ól í smá tíma ef panta þarf eins ól að utan.

Og hefur e-t ykkar lent í e-u svipuðu og þá með Burton bindingar?

Takk fyrir öll innlegg og vonandi skemmtuð þið ykkur betur upp í fjalli í dag en ég gerði.