Ég ætla að fara að fordæmi hans Fjárhunds og hætta að nota þennan vef og þá sérstaklega hugi.is/bretti. Ég mun ekki senda inn greinar, þræði, myndir, kannanir né kommenta á eitt né neitt.

Ástaðan fyrir því er aðalega hversu léleg umræðan er hér inni. Svo loksins þegar einhver kemur með almennilega umræðu er hún dissuð og skotinn niður um leið. Finnst þetta dæmi ekki vera að virka.

Mér finnst svo fáranlegt að Fjárhundur sem hefur mikinn áhuga og hefur skrifað góðar greinar sé ekki gefinn sjéns á því að vera admin. Núverandi adminar hafa gert lítið sem ekkert að mínu mati. Af hverju ekki að gefa nýju áhugasömu fólki sjéns?

Ég mun hins vegar að sjálfsögðu halda áfram að tjá mig óspart á bigjump.is. Ég fagna svo þeirri ákvörðun Fjárhunds og félaga að fara að opna íslenskan snjóbrettavef.

Ég mun ekki svara álitum að þessum þræði ef þið hafið hins vegar áhuga á því að fá mitt álit þá bara sendið mér hann emil: geiri@bigjump.is

Kveðja

Custom56 aka Geiri aka geiri@bigjump.is