Eftirlætis íþrótt mín er án efa snjóbretti !
Maður getur ekki æft snjóbretti með einhverju félagi eða snjóbrettafélagi allavega hefur það ekki verið stofnað enn, heldur æfir maður sig bara með því að fara uppí fjall að leika sér á snjóbretti með vinum.
Ég sjálfur hef oft og mörgum sinnum uppá fjöll með brettið á bakinu, og það er miklu skemmtilegara finnst mér að fara í svokallað frjálst rennsli (free-ride) þ.e.a.s þegar maður jú labbar uppá fjall með ótroðnum brekkum og bara ósviknu púðursnjó og rennir sér niður allskonar kletta og hengjur og bara dólar sér eitthvað en það er bara mín skoðun, öðrum finnst að sjálfsögðu annað t.d að fara bara í troðnar brekkur með stökkpöllum sem búnir eru til af snjótroðara. Aðstöður í Hlíðarfjalli eru alveg hörmulegar og eru þó alltaf að bætast, t.d. það eru engir stórir stökkpallar sem búnir eru til af snjótroðara og engin reil heldur sem að er bara hörmulegt fyrst þetta á að heita “skíðabærinn” en því ætti nú að breyta í brettabærinn því að rúmlega 70 % landsmanna eru á bretti og samt fá skíðafélög alveg helling afslátt af lyftugjöldum sem að er alveg rugl, því að brettafólk er nú að taka yfir gamla tíð og ættu þau að fá sömu fríðindi.