Mörg ykkar segjast hafa pantað dótarí að utan í gegnum netið. Ég hef verið að hugleiða þetta og vildi gjarna fá að vita hvernig þetta gekk fyrir sig hjá ykkur. Eftirtaldar upplýsingar yrðu vel þegnar;

- Hvaðan pantaðiru. Frá Norður Ameríku eða Evrópu? Annar staðar frá?
- Hver var sendingakostnaðurinn?
- Hvað borgaðiru í toll og VSK? (10% + 25%?)
- Hvað varstu að borga í heildina og finnst þér það hafa borgað sig?
- Ertu í nærbuxum? Neei, djóók..

Takk så meget, krakkar!